You are here

Búlgaría

Í Lýðveldinu Búlgaríu heyrir opinber stefna um vinnuverndarmál undir ráðherraráðið. Atvinnu- og félagsmálaráðherrann þróar, samræmir og sér um framkvæmd opinberrar stefnu í vinnuverndarmálum. Heilbrigðisráðuneytið heldur utan um og samræmir starfsemi fyrir verndun og eflingu heilbrigðis á vinnustöðum. Almenna framkvæmdarstofnun vinnueftirlitsins er sá opinberi aðili sem ber ábyrgð á almennu eftirliti með því að vinnumálalöggjöfinni sé fylgt svo að öryggi og heilbrigði á vinnustöðum sé tryggt ásamt framkvæmd á skilyrðum til atvinnu. Almannatryggingastofnun ríkisins (NSSI) hefur eftirlit með vísindaráðgjöf á sviði vinnugetu, rannsakar vinnutengd slys og heldur úti gagnagrunni um vinnutengd slys.


Innlend stefna um vinnuvernd er þróuð og framkvæmd á grunni þríhliða samstarfs ríkis, héraða og atvinnugreina. Ríkisráð um vinnuaðstæður (NCWC) er sá aðili sem ber ábyrgð á samræmingu, ráðgjöf og samstarfi við þróun og framkvæmd vinnuverndarstefnunnar á landsvísu. Svæðisráð í öllum stjórnsýsluhéruðum Búlgaríu eru til staðar til þess að tryggja þríhliða samstarfið í vinnuverndarmálum. Einnig eru nefndir um vinnuaðstæður í öllum fyrirtækjum en þær eru vettvangur fyrir samræður á milli atvinnurekenda og starfsmanna.


Innlendi tengiliður Vinnuverndarstofnunar Evrópu er staðsettur í atvinnu- og félagsmálaráðuneytinu.


Samskiptaupplýsingar fyrir tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Ministry of Labour and Social Policy
2 Triaditza Street
1051 Sofia
Búlgaría
Contact person:
Darina KONOVA
Tel: +359 +359(2) 8119 518
Tölvupóstfang: D [dot] Konova [at] mlsp [dot] government [dot] bg