You are here

Frakkland

Franska forvarnarkerfið á sviði vinnuverndarmála samanstendur af:

  • atvinnumálaráðuneytinu, sem gerir drög að og sér um framkvæmd franskrar vinnuverndarstefnu og hefur umsjón með samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í Conseil d'orientation sur les conditions de travail (COCT) [stýrinefnd um vinnuaðstæður].
  • almannatryggingastofnunum sem taka þátt í vinnuverndarforvörnum á sviði iðnaðarslysa og vinnusjúkdóma. Aðilar vinnumarkaðarins hafa umsjón með kerfinu en það er eingöngu fjármagnað með framlögum atvinnurekenda. Það fær aðstoð frá Caisse Nationale d'Assurance Maladie des Travailleurs Salariés (CNAMTS) [Innlendur sjúkratryggingasjóður fyrir launþega] og Caisses Régionales d'Assurance Maladie [sjúkratryggingasjóður í héraði].
  • vísinda-, rekstrar- og læknisfræðilegum stofnunum sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir, sjá fyrir, auka vitund um og hafa umsjón með vinnuverndarhættum. Meginstofnunin er Agence Française de Sécurité Sanitaire de l’Environnement et du Travail [Franska stofnunin fyrir öryggi heilbrigðis í umhverfinu og á vinnustöðum], sem aðstoðar við að bæta þekkingu á vinnuverndarforvörnum. Agence nationale pour l’amélioration des conditions de travail [stofnun ríkisins fyrir úrbætur á vinnuaðstæðum] býður fyrirtækjum upp á ráðgjöf og grípur til aðgerða á sviði vinnuverndarforvarna.
  • Að síðustu sjá vinnutengdir heilbrigðisfulltrúar um vinnutengda læknisþjónustu sem eingöngu hafa það fyrirbyggjandi hlutverk að tryggja að atvinna starfsmanna hafi ekki skaðleg áhrif á heilsu þeirra.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Ministère du Travail, de l'Emploi, de la Formation professionnelle et du Dialogue social
39-43 quai André Citröen
75739 Cedex 15 Paris
Frakkland
Contact person:
Katell DANIAULT
Tel: +33 1 44 38 25 08
Tölvupóstfang: katell [dot] daniault [at] travail [dot] gouv [dot] fr