Franska forvarnarkerfið á sviði vinnuverndarmála samanstendur af:
- atvinnumálaráðuneytinu, sem gerir drög að og sér um framkvæmd franskrar vinnuverndarstefnu og hefur umsjón með samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í Conseil d'orientation sur les conditions de travail (COCT) [stýrinefnd um vinnuaðstæður].
- almannatryggingastofnunum sem taka þátt í vinnuverndarforvörnum á sviði iðnaðarslysa og vinnusjúkdóma. Aðilar vinnumarkaðarins hafa umsjón með kerfinu en það er eingöngu fjármagnað með framlögum atvinnurekenda. Það fær aðstoð frá Caisse Nationale d'Assurance Maladie des Travailleurs Salariés (CNAMTS) [Innlendur sjúkratryggingasjóður fyrir launþega] og Caisses Régionales d'Assurance Maladie [sjúkratryggingasjóður í héraði].
- vísinda-, rekstrar- og læknisfræðilegum stofnunum sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir, sjá fyrir, auka vitund um og hafa umsjón með vinnuverndarhættum. Meginstofnunin er Agence Française de Sécurité Sanitaire de l’Environnement et du Travail [Franska stofnunin fyrir öryggi heilbrigðis í umhverfinu og á vinnustöðum], sem aðstoðar við að bæta þekkingu á vinnuverndarforvörnum. Agence nationale pour l’amélioration des conditions de travail [stofnun ríkisins fyrir úrbætur á vinnuaðstæðum] býður fyrirtækjum upp á ráðgjöf og grípur til aðgerða á sviði vinnuverndarforvarna.
- Að síðustu sjá vinnutengdir heilbrigðisfulltrúar um vinnutengda læknisþjónustu sem eingöngu hafa það fyrirbyggjandi hlutverk að tryggja að atvinna starfsmanna hafi ekki skaðleg áhrif á heilsu þeirra.
Ef þú ert á höttunum eftir upplýsingum um vinnulöggjöf (t.d. ráðningarsamninga, vinnuvernd) að þá ættir þú að leita upplýsinga hjá:
- Næstu skrifstofu Vinnumálastofnunar - Directions régionales de l'économie, de l'emploi, du travail et des solidarités: Portail national des directions régionales de l'économie, de l'emploi, du travail et des solidarités (dreets.gouv.fr)
- Atvinnumálaráðuneytinu: Ministère du Travail, du Plein emploi et de l'Insertion (travail-emploi.gouv.fr)
- Franskri vinnulöggjöf: Code du travail numérique - Ministère du Travail
- Frönsku Vinnuverndarstofnuninni - Institut National de Recherche et de Sécurité pour la prévention des accidents du travail et des maladies professionnelles (INRS): Santé et sécurité au travail - INRS
Við getum því miður ekki afgreitt nein slík mál.