You are here

Litháen

Í Litháen er innlend stefna á sviði vinnuverndarmála framkvæmd af almannatrygginga- og atvinnumálaráðuneytinu (ásamt heilbrigðisráðuneytinu). Vinnueftirlit ríkisins, sem starfar undir almannatrygginga- og atvinnumálaráðuneytinu, ber ábyrgð á forvörnum gegn slysum á vinnustöðum og vinnusjúkdómum, öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, forvörnum gegn því að lög á sviði atvinnumála séu brotin ásamt því að hafa eftirlit með að vinnulöggjöf Lýðveldisins Litháens sé fylgt svo og lögum og stöðluðum löggerningum er varða vinnuverndarmál og tengsl á milli atvinnurekenda og launþega í fyrirtækjum, stofnunum og samtökum eða öðrum einingum óháð rekstrarformi, gerð eða rekstarsvæðis, einnig í þeim tilvikum þar sem atvinnurekandinn er einstaklingur (vinnueftirlitslög nr. IX-1768, Žin., 2003, Nr. 102-4585).


Meginlöggjöfin á sviði vinnuverndarmála og framkvæmdar hennar í Litháen er atvinnulöggjöfin og lög um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum (Nr. IX-1672, Žin., 2003, Nr. 70-3170).


Starf litháenska tengiliðs Vinnuverndarstofnunar Evrópu er framkvæmd af vinnueftirliti ríkisins. Tengiliðurinn samræmir upplýsinganet Litháens um vinnuverndarmál en það samanstendur af samtökum atvinnurekenda og launþega, opinberum stofnunum og vísindastofnunum og stofnunum sem sjá um framkvæmd innlendrar stefnu á sviði vinnuverndarmála.


Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Valstybinė darbo inspekcija
Algirdo g. 19
03213 Vilnius
Litháen
Contact person:
Nerita SOT
Tel: +370 5 265 1628
Tölvupóstfang: nerita [dot] sot [at] vdi [dot] lt