You are here

Þýskaland

Þýska kerfið fyrir vinnuverndarmál hefur tvíþætta uppbyggingu. Það nær yfir öryggis- og heilbrigðisákvæði alríkisins (á vettvangi sambandsríkisins og landanna) og sjálfstæðar slysatryggingastofnanir. Ríkið (á vettvangi sambandsríkisins og landanna) sér um framkvæmd löggjafarinnar og kemur reglugerðum og reglum ríkisstjórnanna á framfæri. Eftir þarfakönnun senda slysatryggingastofnanirnar, með samþykki ríkisstjórna sambandsríkisins og landanna, frá sér sínar eigin slysaforvarnareglur.

Embættismenn viðkomandi eftirlitsstofnana ríkisins (í þessu tilviki lands) og slysatryggingastofnanirnar hafa eftirlit með fyrirtækjum og veita ráðgjöf.

Sameiginlega þýska heilbrigðis- og öryggisáætlunin (GDA) var þróuð af ríkisstjórnum sambandsríkisins og landanna og slysatryggingastofnununum í því skyni að viðhalda og þróa öryggi og heilbrigði starfsmanna með öryggis- og heilbrigðisstefnu sem samþykkt hefur verið og beitt er með kerfisbundum hætti. Aðilar að GDA samræma störf sín á sviði vinnuforvarna jafnvel enn nánar í framtíðinni á grunni sameiginlegra markmiða í vinnuverndarmálum sem samþykkt hafa verið.

Tvíþætta kerfi vinnuverndarmála í Þýskalandi mun halda áfram en samstarf á milli eftirlitsþjónustu hinna lögbundnu slysatryggingastofnana og öryggis- og heilbrigðisyfirvalda landanna hvað varðar ráðgjöf til fyrirtækja og ábyrgð þeirra á eftirliti verður bætt frekar.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Bundesanstalt für Arbeitsschutz und Arbeitsmedizin
Friedrich-Henkel-Weg 1-25
44149 Dortmund
Þýskaland
Contact person:
Nathalie HENKE
Tel: +49 231 9071 2466
Tölvupóstfang: FOP-info [at] baua [dot] bund [dot] de