You are here

Kýpur

Vinnueftirlitsdeildin er innlendi tengiliðurinn fyrir Kýpur.

Deildin starfar undir atvinnu- og almannatryggingaráðuneytinu. Grunnmarkmið deildarinnar á sviði vinnuverndarmála er að tryggja viðeigandi og fullnægjandi öryggi og heilbrigði á vinnustöðum í því skyni að koma í veg fyrir eða snarlækka fjölda vinnuslysa og vinnusjúkdóma og vernda almenning gegn hættum af atvinnustarfsemi.

Sem tengiliðurinn ber deildin ábyrgð á uppbyggingu innlenda upplýsinganetsins og tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd stefnu stofnunarinnar. Innlenda upplýsinganetið samanstendur af aðilum vinnumarkaðarins ásamt öðrum stofnunum sem sérstaklega hafa með vinnuverndarmál að gera.

Deildin tekur þátt í skipulagningu Evrópuviku vinnuverndar og samkeppninni Evrópuverðlaun fyrir góða starfshætti. Deildin tekur einnig með virkum þætti þátt í fundum tengiliðanna og framkvæmdastjórnar stofnunarinnar svo og í fundum sérfræðingahópa.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Department of Labour Inspection, Ministry of Labour, Welfare and Social Insurance
12 Apelli Street
1493 Nicosia
Kýpur
Contact person:
Anastassios YIANNAKI
Tel: +357 2240 5623
Tölvupóstfang: ayiannaki [at] dli [dot] mlsi [dot] gov [dot] cy