Eistland

Helstu stoð upplýsinga um vinnuverndarmál í Eistlandi má finna í lögum um vinnuverndarmál, sem samþykkt voru af eistneska þinginu - Riigikogu - en á grundvelli þeirra hafa fjölmargar reglugerðir stjórnvalda og félagsmálaráðherrans verið búnar til og settar (lögin tóku gildi 26. júlí 1999). Í vinnuverndarkerfi Eistlands er framkvæmdarvaldið á hendi félagsmálaráðuneytisins en það setur reglur fyrir allt sviðið en tvær af einingum þess (deild fyrir þróun vinnulífs og heilsugæsludeildin) taka með beinum hætti þátt í stefnumörkun á sviði vinnuverndar. Eistneski tengiliðurinn fyrir EU-OSHA starfar innan félagsmálaráðuneytisins (deild fyrir þróun vinnulífs). Nú um stundir heyra 16 stofnanir stjórnvalda og áhugahópa undir tengiliðinn.

Innlendi tengiliðurinn er fulltrúi stofnunarinnar í Eistlandi og virkar sem millistig á milli stofnunarinnar og aðildarríkisins í viðeigandi starfsemi ásamt því að vera samræmingaraðili fyrir starf á vettvangi aðildarríkjanna. Markmið vefsíðu tengiliðarins er að veita alhliða upplýsingar bæði innanlands og á vettvangi ESB um vinnuverndarmál, einkum um góða starfshætti og Evrópuherferðir.

Vinnueftirlitið sér um eftirlit ríkisins með vinnulöggjöf og fylgni við vinnuverndarreglur. Vinnueftirlitið heldur einnig úti upplýsingalínu þar sem vinnuveitendur og starfsmenn geta hring með spurningar um vinnulöggjöf og vinnuumhverfi.

Focal points' contact details

  • Labour Inspectorate of Estonia (Tööinspektsioon)
    Mäealuse 2/3
    12618
    Tallinn
    Estonia
    Contact person: Kristel PLANGI
    E-mail address:
    kristel.plangi [at] ti.ee