You are here

Eistland

Helstu stoð upplýsinga um vinnuverndarmál í Eistlandi má finna í lögum um vinnuverndarmál, sem samþykkt voru af eistneska þinginu - Riigikogu - en á grundvelli þeirra hafa fjölmargar reglugerðir stjórnvalda og félagsmálaráðherrans verið búnar til og settar (lögin tóku gildi 26. júlí 1999). Í vinnuverndarkerfi Eistlands er framkvæmdarvaldið á hendi félagsmálaráðuneytisins en það setur reglur fyrir allt sviðið en tvær af einingum þess (deild fyrir þróun vinnulífs og heilsugæsludeildin) taka með beinum hætti þátt í stefnumörkun á sviði vinnuverndar. Eistneski tengiliðurinn fyrir EU-OSHA starfar innan félagsmálaráðuneytisins (deild fyrir þróun vinnulífs). Nú um stundir heyra 16 stofnanir stjórnvalda og áhugahópa undir tengiliðinn.

Innlendi tengiliðurinn er fulltrúi stofnunarinnar í Eistlandi og virkar sem millistig á milli stofnunarinnar og aðildarríkisins í viðeigandi starfsemi ásamt því að vera samræmingaraðili fyrir starf á vettvangi aðildarríkjanna. Markmið vefsíðu tengiliðarins er að veita alhliða upplýsingar bæði innanlands og á vettvangi ESB um vinnuverndarmál, einkum um góða starfshætti og Evrópuherferðir. Hafa má samband við innlenda tengiliðinn á eftirfarandi tölvupóstföngum: tiit.kaadu@sm.ee og ester.runkla@sm.ee

Vinnuumhverfisráðið starfar undir stjórn félagsmálaráðuneytisins. Ráðið er þrískipt ráðgjafarnefnd, sem samanstendur af 15 meðlimum, og hefur það meginhlutverk að koma með tillögur og segja álit sitt á þróun og framkvæmd vinnuumhverfisstefnunnar. Í kjölfar þess að vinnuheilbrigðismiðstöðin var aflögð árið 2004 var framkvæmdarhlutverk miðstöðvarinnar á sviði vinnuheilbrigðis fært undir heilsugæslustjórnina (deild fyrir þróun vinnuumhverfis). Eftirlit á vegum ríkisins hvað varðar fylgni við vinnuverndarkröfur er á höndum vinnueftirlitsins, sem, hvað varðar uppbyggingu og landfræðilega starfsemi, skipt niður í norður-, suður-, vestur- og austurdeildir.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Labour Inspectorate of Estonia (Tööinspektsioon)
Mäealuse 2/3
12618 Tallinn
Eistland
Contact person:
Kristel ABEL
Tel: +372 5287238
Tölvupóstfang: kristel [dot] abel [at] ti [dot] ee