Tékkland

Í Tékklandi fellur vinnuvernd og vellíðan á vinnustöðum aðallega undir atvinnu- og félagsmálaráðuneytið, sem einnig heldur utan um samstarf við aðila vinnumarkaðarins og heilbrigðisráðuneyti Tékklands. Í takmörkuðum mæli heyrir efnið undir tékknesku Námustofnunina og Kjarnorkuöryggismálastofnun ríkisins.

Vinnueftirlitið „Vinnueftirlitsstofnun ríkisins“ ásamt héraðsskrifstofum hennar sér til þess að vinnuverndarstöðlum og stöðlum um aðbúnað á vinnustöðum sé framfylgt. Vinnuöryggisstofnun ríkisins, sem er hluti af heilbrigðisráðuneyti Tékklands, ber ábyrgð á því að heilbrigðisstöðlum sé framfylgt á vinnustöðum. Námustofnun Tékklands sér til þess að vinnuverndarstöðlum sé framfylgt í námuiðnaðinum og þegar sprengiefni eru notuð. Kjarnorkuöryggisstofnun ríkisins ber ábyrgð á reglusetningu þegar um jónandi geislun er að ræða.

Hið þrískipta vinnuverndarráð, sem er ráðgefandi aðili fyrir tékknesk stjórnvöld, samræmir starfsemi fjölda stofnana ríkisins og aðila vinnumarkaðarins á sviði vinnuverndarmála. Formaður ráðsins er ráðherra atvinnu- og félagsmála.

Tékkneski tengiliðurinn samræmir og hefur umsjón með vinnuverndarsamstarfsnetinu á landsvísu. (VUBP) Tékkneska rannsóknarstofnunin á sviði vinnuverndarmála og Landsstofnun lýðheilsumála (SZU) eru þekkingarmiðstöðvar um vellíðan í vinnunni. Þær safna saman upplýsingum um öryggi, heilbrigði og vellíðan á vinnustöðum og stunda rannsóknir á sviðinu.

Focal points' contact details

  • Ministerstvo práce a sociálních věcí
    Na Poříčním právu 1
    128 01
    Prague 2
    Czech Republic
    Contact person: Jaroslav HLAVÍN
    E-mail address:
    jaroslav.hlavin [at] mpsv.cz