You are here

Albanía

Eftir undirritun stöðugleika- og samstarfssamningsins í júní 2006 varð Albanía hluti af stöðugleika- og samstarfsferlinum. Innan þess ramma hefur miklum árangri verið náð með hliðsjón af vinnuverndarmálum. Ríkisstjórnin gerði drög að „vinnuverndarstefnu ríkisins“ og var hún samþykkt af þinginu.

Gerð hafa verið drög að „vinnuverndarlöggjöf“ og er búist við því að hún verði samþykkt af þinginu. Samræming hefur farið fram milli stofnana, sem vinna að vinnuverndarmálum, og samræður á milli aðila vinnumarkaðarins hafa verið styrktar.

Þátttaka Albaníu í samstarfsneti Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) er mjög mikilvæg fyrir starf innlenda vinnuverndarkerfisins og sömuleiðis stuðningur stofnunarinnar við innlenda tengiliðinn.

Innlendi tengiliðurinn hefur fjórum mikilvægum hlutverkum að gegna: skipulag innlenda samstarfsnetsins; þátttaka í ráðgjafarferlum stofnunarinnar; umsjón með vefsíðu innlenda tengiliðsins; og skipulagningu á „Evrópuviku vinnuverndar“.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Inspektorati Shteteror i Punes dhe Sherbimeve Shoqerore
Rr. Dervish Hima
-- Tirana
Albanía
Contact person:
Arben SEFERAJ