Ungverska ríkisstjórnin hefur útnefnt ráðherra atvinnumála og umdæmisskrifstofur stjórnvaldsskrifstofa til að sjá um stjórnsýslu sem yfirvöld sem eiga við vinnuvernd og launþegamál.
Umdæmisskrifstofur stjórnvaldsskrifstofa eru svæðisbundin yfirvöld sem sjá um vinnuverndareftirlit, á meðan Vinnuverndarstofnun innan Þjóðhagsráðuneytisins sér m.a. vinnueftirlitsaðilum fyrir þjálfun og vinnur virkt að undirbúningi og útfærslu reglugerða sem tengjast vinnuvernd. Þar að auki sér Vinnuverndarstofnunin um landsskrifstofur Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar og vinnur að því leyti með aðilum vinnumarkaðarins.
Sérstök stofnun (Eftirlit með skoðunarskyldri starfsemi) stjórna öryggi vinnustaða sem tengjast námuvinnslu.