You are here

Holland

Í Hollandi er það atvinnurekandi og launþegi fyrirtækis sem bera meginábyrgð á vinnuverndarstefnunni. Þeim ber að ná samkomulagi um vinnuaðstæðurnar og fá stuðning stéttarfélaga og samtaka atvinnulífsins í viðkomandi geira við að leggja drög að viðeigandi vinnuverndarráðstöfunum. Nýtt séreinkenni í vinnuverndarmálum Hollands er að samkomulag milli atvinnurekenda og launþega um þessi mál skal sett í „viljayfirlýsingu“ fyrir geirann í heild. Viljayfirlýsingin er samansafn af ráðstöfunum og lausnum sem fyrirtæki í ákveðnum geira geta valið úr í því skyni að fylgja reglunum.

Stjórnvöld (félagsmála- og atvinnuráðuneytið) veita fyrirtækjum aukið svigrúm til þess að sérsníða með hvaða hætti þau vilja efla góð vinnuskilyrði. Allar reglur leiða af lögum um vinnuaðstæður (Arbowet), tilskipun um vinnuaðstæður (Arbobesluit) eða reglugerð um vinnuaðstæður (Arboregeling) (heildartextinn tiltækur). Heilbrigðis- og öryggiseftirlitið ber ábyrgð á lögunum sé fylgt. Viljayfirlýsingarnar leika mikilvægt hlutverk hvað varðar fylgni við lögin. Tengiliðurinn er staðurinn þar sem mikið af þekkingu, upplýsingum og reynslu er safnað saman. Fulltrúar samtaka vinnuveitenda og stéttarfélögin vinna þar saman að því að gera upplýsingar um vinnuverndarmál frá Evrópu aðgengilegar og skiljanlegar fyrir alla. Tengiliðurinn er á vegum TNO Quality of Life.

Frekari upplýsingar um hollenska vinnuverndarkerfið má finna á ensku og hollensku á heimasíðu hollenska tengiliðsins.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

TNO Prevention, Work & Health
Schipholweg 77-89
2316 ZL Leiden
Holland
Contact person:
Jos DE LANGE
Tel: +31 88 86 65292
Tölvupóstfang: Organisatie-TNO-FocalPointNederland [at] tno [dot] nl