You are here

Austurríki

Ábyrgð vinnuverndarmála í Austurríki liggur hjá ýmsum stofnunum. Lagagrundvöllinn má finna í lögum um verndun öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum [ArbeitnehmerInnenschutzgesetz] og fylgjandi reglugerðum. Vinnueftirlitið, vinnueftirlitið fyrir flutninga (VAI), landbúnaðar- og skógaeftirlitsstofnanirnar í héruðunum (löndunum) og stofnanir, sem þjónusta starfsmenn opinbera geirans, bera ábyrgð á eftirliti með því að lögum um vinnuvernd sé framfylgt. Vefsíða vinnueftirlitsins inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar.

Atvinnurekendur bera ábyrgð á forvörnum en fá aðstoð í þeim efnum frá aðilum vinnumarkaðarins og almannatryggingastofnunum.

Ráðuneyti sambandsríkisins fyrir atvinnu-, félagsmál og neytendavernd, sem vinnueftirlitið heyrir undir, er tengiliður EU-OSHA. Allir mikilvægir aðilar eiga fulltrúa sinn í austurríska samstarfsnetinu og eru þátttakendur í málum er varða stofnunina.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Bundesministerium für Arbeit, Soziales und Konsumentenschutz
Stubenring 1
1010 Wien
Austurríki
Contact person:
Martina HÄCKEL-BUCHER
Tel: +43 1711 0022 74
Tölvupóstfang: AT [dot] FocalPoint [at] sozialministerium [dot] at