Malta

Innlenda stofnunin, sem ber ábyrgð á vinnuverndarmálum á Möltu, er vinnuverndarstofnunin (OSHA), sem komið var á fót með OSHA lögum XXVII frá árinu 2000. OSHA samanstendur af stjórnarmönnum, sem tilnefndir eru af ráðherra í samráði við þrískipta nefnd sem fyrst og fremst er skipuð fulltrúum atvinnurekenda, launþega og stéttarfélaga. Til viðbótar samanstendur stofnunin af framkvæmdarstjórn sem sér um eftirfarandi starf:

  • framkvæmd ákvæða laga XXVII frá árinu 2000 og allra reglugerða eða reglna á grundvelli þeirra;
  • áætlanagerð í samráði við forstjóra, þar sem almenn stefna um vinnuverndarmál getur komið til framkvæmda,
  • ráðgjöf til ráðherra, sem ber ábyrgð á vinnuverndarmálum, um gerð reglugerða til eflingar, viðhalds og verndunar góðrar stöðu vinnuverndarmála.
  • eftirlit með að viðeigandi vinnuverndarlöggjöf sé fylgt og að grípa til fullnustuaðgerða,
  • undirbúning á reglugerðum eða vinnulagsreglum til eflingar, viðhalds eða verndunar góðrar stöðu vinnuverndarmála,
  • efla miðlun upplýsinga um vinnuverndarmál og aðferða til þess að koma í veg fyrir slys, vanheilsu eða dauðsföll á vinnustöðum,
  • stuðla að menntun og þjálfun á sviði vinnuverndarmála og neyðarviðbrögðum og skyndihjálp á vinnustöðum, (h) safna og greina gögn og tölfræði um vinnuslys, vanheilsu og dauðsföll og um málefni tengd vinnuverndarmálum.
  • halda skrár yfir verksmiðjur, uppsetningar, búnað, vélar, hluta og efni eða kemísk efni ætluð til notkunar á vinnustöðum sem að áliti stofnunarinnar hafa í för með sér alvarlega hættu gegn öryggi og heilbrigði á vinnustöðum,
  • framkvæma rannsóknir á öllum þáttum vinnuverndarmála svo og rannsóknum til þess að staðfesta stöðu vinnuverndarmála á vinnustöðum,
  • efla og standa að vísindarannsóknum sem miða að betri aðferðum við að koma í veg fyrir vanheilsu, slys eða dauðsföll á vinnustöðum;
  • halda skrár yfir lögbæra einstaklinga til þess að veita ráðgjöf á sviði vinnuverndarmála.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Focal points' contact details

  • Occupational Health and Safety Authority
    17 Edgar Ferro Street
    PTA 1533
    Pieta'
    Malta
    Contact person: Jurgen Carl GRIXTI
    E-mail address:
    jurgen-carl.grixti [at] ohsa.mt