You are here

Pólland

Í Póllandi má finna grunnlöggjöf um öruggar og heilbrigðar vinnuaðstæður í stjórnarskrá lýðveldisins Póllands. Framkvæmdin á þessum réttindum er skilgreind í lögum, þ.e.a.s. vinnulöggjöfinni. Helstu reglur laganna á sviði vinnuverndarmála má finna í X. kafla laga um vinnuverndarmál, VII. kafla um vernd kvenna á vinnustöðum og í IX. kafla um vernd ungs fólks á vinnustöðum. Skipulagi vinnuverndarkerfisins má skipta niður í kerfi á landsvísu og kerfi þvert á vinnustaði.

Hið fyrra tekur til þingsins, ríkisstjórnarinnar og annarra ríkisstofnana svo og eftirlits- og umsjónarstofnana ríkisins sem hafa mismunandi hlutverki að gegna. Eftirlits- og umsjónarstofnanirnar eru meðal annars vinnueftirlit ríkisins, heilbrigðiseftirlit ríkisins, tæknieftirlitsstofnunin og dómstólar og skrifstofa ríkissaksóknara. Vinnuverndarráðið leikur mikilvægt hlutverk í kerfisskipulagi vinnuverndarmála, en aðgerðir þess fara fram í lægri deild pólska þingsins (Sejm) en það hefur eftirlit með vinnuverndarstofnun ríkisins (frekari upplýsingar má finna á: http://www.ciop.pl/15845.html).

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Centralny Instytut Ochrony Pracy - Panstwowy Instytut Badawczy
ul. Czerniakowska 16,
00-701 Warsaw
Pólland
Contact person:
Wiktor Marek ZAWIESKA
Tel: +48 22 6233697
Tölvupóstfang: focalpoint [dot] pl [at] ciop [dot] pl