You are here

Írland

Starf heilbrigðis- og öryggisyfirvalda miða að því að breyta menningunni með viðvarandi hætti. Menning þar sem, að allra áliti, frumkvæði í stjórnun vinnustaðaöryggis, -heilbrigðis og -velferðar er talið mikilvægt framlag til langvarandi árangurs allra fyrirtækja eða stofnana. Við teljum að ef við stöndum fyrir framtíðarsýn og stefnumörkum munum við ná að breyta menningunni með þessum hætti.

Sterk rök leiða að því að fyrirtæki sem taka góðar öryggis- og heilbrigðisvenjur upp á sína arma séu samkeppnishæfari og afkastameiri. Sum af árangursríkustu fyrirtækjum Írlands eru þau sem leggja mikla áherslu á öryggi og heilbrigði starfsmanna. Enn frekar getur gott öryggi og heilbrigði á vinnustöðum lagt sitt af mörkunum við að bæta almenna heilsu og velferð í samfélaginu okkar.

Víðtæk nálgun okkar fylgir tveimur meginþráðum. Í fyrsta lagi að vera í forystu og fá skuldbindingu allra þeirra sem geta haft áhrif á stöðu öryggis- og heilbrigðismála og í öðru lagi að framfylgja öryggis- og heilbrigðislöggjöf þar sem fylgni við hana er ekki tekin alvarlega.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Health and Safety Authority
3rd floor, Hebron House, Hebron Road
R95 T91Y Kilkenny
Írland
Contact person:
Gavin LONERGAN
Tel: +353 (01) 799 7838
Tölvupóstfang: gavin [at] hsa [dot] ie