You are here

Danmörk

Danska vinnuumhverfisstofnunin samræmir samstarf við Vinnuverndarstofnun Evrópu og starfar á vegum danska atvinnumálaráðuneytisins. Hún ber ábyrgð á að tryggja framfylgni við löggjöf á sviði vinnuverndarmála en hún gildir um öll störf í Danmörku. Hins vegar eru ákveðnir geirar þar sem reglur og eftirfylgni þeirra hafa verið færð undir önnur yfirvöld:

  • Danska orkumálastofnunin ber ábyrgð á eftirliti með mannvirkjum af landi.
  • Danska siglingamálstofnunin ber ábyrgð á eftirliti með skipaflutningum.
  • Danska flugmálastjórnin ber ábyrgð á eftirliti innan fluggeirans.

Vinnuumhverfisstofnunin aðstoðar við að tryggja öruggt, heilbrigt og síbætt vinnuumhverfi með skilvirkum leiðbeiningum, viðeigandi reglum og upplýsingum. Ef stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að farið sé á svig við öryggislöggjöf hefur hún ýmsar leiðir til refsiaðgerða. Yfirvöldin gera einnig drög að reglum og leiðbeiningum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Kaupmannahöfn og sömuleiðis tvær af sex miðstöðvum hennar.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Danish Working Environment Authority
Landskronagade 33
2100 Copenhagen
Danmörk
Contact person:
Elsebeth JARMBAEK
Tel: +45 722 09431
Tölvupóstfang: elja [at] at [dot] dk