Samantekt: Sálfélagslegar áhættur í Evrópu: Tíðni og forvarnarleiðir

Keywords:

Þessi samantekt byggir á sameiginlegri skýrslu Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) og Evrópustofnunar um bætt lífskjör og starfsskilyrði (Eurofound) um sálfélagslegar áhættur á vinnustöðum. Hún byggir á öðru starfi stofnananna tveggja sem endurspeglast í mismunandi hlutverki þeirra. Skýrslan, sem staðfestir hið flókna samband á milli heilbrigðis og vinnu, fjallar um upplýsingar til samanburðar um tíðni sálfélagslegra áhættna hjá launþegum og skoðar sambandið á milli slíkra áhættna og heilbrigðis og vellíðunar. Hún skoðar líka að hvaða marki fyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til þess að vinna gegn sálfélagslegum áhættum og lýsir íhlutunum sem fyrirtæki geta gripið til. Yfirlit yfir stefnur sex aðildarríkja fylgir með.

Sækja in: bg | cs | da | de | el | en | es | et | fi | fr | hr | hu | is | it | lt | lv | mt | nl | no | pl | pt | ro | sk | sl | sv |

Annað lesefni um þetta efni