Upplýsingablað: Krabbameinsvaldandi efni á vinnustöðum

Keywords:

Í þessu upplýsingablaði, sem var þróað í sameiningu af öllum samstarfsaðilum Vegvísis um krabbameinsvalda, er að finna hnitmiðaðar hagnýtar ráðleggingar um hvernig eigi að komast hjá hættu vegna krabbameinsvaldandi efna á vinnustöðum. Það var hugsað sem stutt tilvísunarskjal til daglegrar notkunar og það hefst á því að skilgreina krabbameinsvaldandi efni á vinnustöðum og útlista hættuna sem þau valda.

Þar er fjallað um tiltekin lagaskilyrði eins og áhættumat, stigskiptingu forvarnaraðgerða sem beitt er gegn krabbameinsvaldandi efnum og útsetningarmörk á vinnustöðum. Þar er einnig að finna upplýsingar um ráðstafanir fyrir viðhald og atvik og hvernig eigi að bera kennsl á starfsfólk sem er í sérstakri hættu.

Það eru hlekkir á gagnleg tól og leiðbeiningar og upplýsingar um Vegvísinn um krabbameinsvaldandi efni — allt sem þú þarf til að stjórna áhættu vegna krabbameinsvaldandi efna á vinnustöðum.

Sækja in: bg | cs | da | de | el | en | fi | fr | is | lt | mt | nl | no | pt | sk | sl |