ErgoPar - vinnuvistfræðileg þátttökunálgun til að koma í veg fyrir áhættur á vinnustöðum

Keywords:

Þessi tilvikarannsókn fjallar um ErgoPar (Ergonomía participativa), vinnuvistfræðilega þátttökunálgun sem var hönnuð á Spáni. Helstu einkenni ErgoPar er að allir hagsmunaaðilar í fyrirtækinu koma við sögu, æðstu stjórnendur, millistjórnendur, mismunandi launþegahópar og öryggissérfræðingar, við að bera kennsl á vinnutengda áhættu, finna lausnir við vandamálum og taka ákvarðanir. Nokkrir af helstu áfanganum fela í sér viðtöl, spurningalista, stofnun vinnuvistfræðihóps, leita ráða hjá öryggisfulltrúum og koma á fót heilsuhópum launþega á vinnustöðvum.

ErgoPar stuðlar að forvarnarmenningu í fyrirtækjum með því að efla samskipti milli allra hagsmunaaðila, auka vitund og veita launþegum stjórn á eigin öryggi og heilbrigði. Hún gerir fyrirtækjum kleift að nota eigin úrræði til að koma á forvörnum til langs tíma án þess að þau þurfi að leita til utanaðkomandi aðila. 

Sækja in: en | ro | sk |

Annað lesefni um þetta efni