Minnkun á stoðkerfissjúkdómum vínræktarverkamanna með þátttökunálgun þar sem myndbandsgreining kemur við sögu
Keywords:Vinna vínræktarverkamanna (vínberjaframleiðsla) felur í sér langar stundir af endurteknum hreyfingum í skringilegum stellingum. Hjá litlu vínræktarfyrirtæki í Frakklandi höfðu fjarvistir náð 50% á kvistunartímabilinu.
Til að taka á þessu vandamáli óskaði yfirstjórnin eftir aðstoð frá sjúkratryggingum á svæðinu (e. Regional Health Insurance Fund). Þessi tilvikarannsókn undirstrikar hvernig þátttökunálgun dró úr áhættu á stoðkerfissjúkdómum. Vinnuvistfræðingar tóku fyrst upp verkamennina við vinnu sína. Síðan greindu þeir myndbandið með verkamönnunum til að bera kennsl á lífaflfræðilega þætti sem höfðu neikvæð áhrif á ástand verkamannanna.
Þegar kennsl höfðu verið borin á þættina með verkamönnunum voru lausnirnar prófaðar með því að kvikmynda verkamennina aftur og ræða svo um niðurstöðurnar.