Samantekt - Þriðja fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER 2019): Yfirlitsskýrsla um stjórnun öryggis og heilbrigðis á evrópskum vinnustöðum

Keywords:

Þriðja fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER 2019) kannaði meira en 45.000 starfsstöðvar í 33 löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru sambærilegar bæði í stærðarflokkum fyrirtækja, starfsemi og löndum, og eru sambærilegar niðurstöðum úr fyrri könnun frá 2014.

Þessi yfirlitsskýrsla er mikilvægt tæki fyrir tengda stefnumótun í Evrópu. Skýrslan greinir niðurstöður ESENER 2019 og lítur á þróunina síðan 2014 til að leita skilnings á þörfum vinnustaða og hvernig best er að bregðast við þeim. Skoðað er hvernig heilsu- og öryggisáhætta er greind og meðhöndluð og hugsanlegir drifkraftar og hindranir kannaðar með það fyrir augum að bæta úr þar sem þörf er, með ítarlegri skoðun á löggjöf. Sérstök áhersluatriði eru sálfélagsleg áhætta og þátttaka starfsmanna. Einnig er litið til áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á stjórnun heilsu og öryggis á vinnustöðum.

Sækja in: cs | de | en | et | hu | lt | mt | sk | sl |