Hápunktar
Aftur að hápunktumHeimsdagur geðheilbrigðis - öruggir og heilbrigðir vinnustaðir til að standa vörð um vellíðan starfsmanna
source: http://www.wmhd2020.com/
10. október ár hvert markar heimsdag geðheilbrigðis. Þemað í ár geðheilbrigði fyrir alla. Aukin fjárfesting – aukinn aðgangur, sem ákveðið var af Alþjóðasambandinu fyrir geðheilbrigði, hefur það að markmiði að auka vitund um geðheilbrigðisvandamál um allan heim og þörfina á aukinni fjárfestingu einkum í COVID-19 heimsfaraldrinum og eftir hann.
Kórónaveiran hefur breytt vinnuháttum og þar sem sálfélagsleg áhætta og vinnutengd streita eru meðal erfiðustu vandamálanna þegar kemur að vinnuvernd hefur heimsfaraldurinn haft veruleg áhrif á heilsufar einstaklinga, fyrirtækja og innlendra hagkerfa.
Okkur mun aðeins takast að sigrast á þessum áskorunum ef við vinnum saman að því að stuðla að góðu geðheilbrigði á vinnustöðum í ESB, ekki bara til að standa vörð um geð- (og líkamlegt) heilbrigði og vellíðan starfsmanna heldur líka út frá rekstrarlegu sjónarmiði.
Lestu greinar á OSHwiki um geðheilbrigði á vinnustöðum og COVID-19: leiðbeiningar fyrir vinnustaði
Notaðu leiðbeiningar ESB: COVID-19: AFTUR TIL VINNU - Aðlögun vinnustaða og verndun starfsmanna
Kynntu þér efni okkar um sálfélagslega áhættu og streitu á vinnustöðum
Fylgdu myllumerkinu #WorldMentalHealthDay á samfélagsmiðlum