Hápunktar

27/10/2020

Kortlagning líkamans er aðferð til að komast að því hvernig vinna getur haft skaðleg áhrif á líkama fólks en hættukortlagning hjálpar til við að finna áhættur gegn heilbrigði á vinnustöðum.

Þessi gagnvirku aðferðir — sem framkvæmdar eru með því að nota einföld verkfæri á samkomu eða í vinnusmiðju — byggja á þekkingu og reynslu starfsmanna og veita þeim þá tilfinningu að þeir séu hluti af lausninni.

20/10/2020
Staying safe down on the farm

Búskapur er atvinnugrein með einna mestu hlutfalli stoðkerfissjúkdóma, þar sem greinin hefur jafnan í för með sér mikið álag, endurteknar hreyfingar og kyrrstöðu. Í nýju umræðublaði er skoðað dæmi um Marche-svæðið á Ítalíu til að kanna hvernig vélvæðing getur dregið úr áhættuþáttum stoðkerfissjúkdóma.

12/10/2020
Lighten the Load

Atvinnutengdir stoðkerfissjúkdómar eru í brennidepli í nýjustu herferð EU-OSHA Vinnuvernd er allra hagur og það af góðri ástæðu. Þessar þjáningafullu aðstæður, sem fela í sér bakverk og verki í hálsi, eru algengustu kvillar meðal starfsmanna í Evrópu.

Herferðinni var hrundið af stað á blaðamannafundi með Nicolas Schmit, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, Hubertus Heil, ráðherra atvinnu- og félagsmála í Þýskalandi, og Christu Sedlatschek, framkvæmdastjóra EU-OSHA.

10/10/2020

10. október ár hvert markar heimsdag geðheilbrigðis. Þemað í ár geðheilbrigði fyrir alla. Aukin fjárfesting – aukinn aðgangur, sem ákveðið var af Alþjóðasambandinu fyrir geðheilbrigði, hefur það að markmiði að auka vitund um geðheilbrigðisvandamál um allan heim og þörfina á aukinni fjárfestingu einkum í COVID-19 heimsfaraldrinum og eftir hann.

06/10/2020

Þúsundir þátttakenda búa sig undir einn af stærstu viðburðum ársins á sviði vinnuverndar.

Evrópuvika vinnuverndar markar upphafið að herferðinni Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi þar sem kastljósinu er beint að stoðkerfisvandamálum. Vefsíða herferðarinnar á mörgum tungumálum fór í loftið fyrr í mánuðinum og býður upp á fjölbreyttar upplýsingar, aðgang að útgefnu efni, tilvikarannsóknir og hagnýt verkfæri og leiðbeiningar.

05/10/2020

Í kjölfar frestunar á XXII. heimsþingi vinnuverndar mun netfundur um vinnuvernd og COVID-19 verða haldinn 5. og 6. október 2020.

Viðburðurinn mun skoða alþjóðlegar aðgerðir fyrir trausta og sjálfbæra vinnustaði með góðum stjórnháttum og öflugu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hann mun einnig skoða sambandið á milli vinnuverndar, samfellu í rekstri, atvinnu og starfsréttindi í ljósi COVID-19.

Pages

Pages