Hápunktar

17/09/2019

Sex fyrirtæki eru verðlaunuð og fjögur fá lof í 14. Samkeppninni um verðlaun fyrir góða starfshætti á vegum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar.

Í samkeppninni 2018-19 er lögð áherslu á góða starfshætti við stjórnun á hættulegum efnum, og fyrirtækjum, sem grípa til fyrirbyggjandi, þátttökuhvetjandi nálgunar við að meta hættur og innleiða lausnir, er veitt viðurkenning.

12/09/2019

by Bodobe via https://pixabay.com

Fyrirtækjavefur Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar var nýverið endurnýjaður til að auðvelda upplýsingaleit og gera hana hraðvirkari.

Á nýju heimasíðunni birtist nú það helsta sem er í gangi, fréttir, viðburðir og samfélagsmiðlar á sýnilegri hátt, og hún býður upp á betri aðgang að mikilvægustu hjálpartækjunum og verkefnunum.

05/09/2019

 © EU-OSHA / Michel Wielick, Netherlands

ESENER könnun EU-OSHA eykur skilning á því hvernig vinnustaðir Evrópu takast á við öryggis- og heilbrigðismál og hvað þeir gera til að stuðla að vellíðan starfsmanna sinna. Niðurstöðurnar eru dýrmætar fyrir stjórnmálamenn bæði innanlands og á vettvangi Evrópusambandsins.

Lesa 25. ára afmælisgreinina okkar um hlutverk ESENER í störfum EU-OSHA

28/08/2019

Tvær greinar um framsýni skoða hvaða áhrif ný þróun á vinnustöðum kann að hafa á vinnuvernd: ein er tæknileg - notkun ytri stoðgrinda eða stoðbúnaðar, sem hægt er að klæða sig í, og hin er annars eðlis - félagsleg nýsköpun á vinnustöðum.

20/08/2019

© EU OSHA/INSHT

„Samtalsaðstoð fyrir vinnustaðaumræður um stoðkerfisvandamál“ er frábært hjálparefni. Það er hægt að nota til að greiða fyrir hópumræðum á vinnustaðnum á meðan á þjálfun stendur. Verkfærið inniheldur leiðbeiningar fyrir stjórnendur og starfsfólk um samskipti um stoðkerfisvandamál.

18/07/2019
@Annie Spratt on Unsplash

EU-OSHA í samstarfi við ENETOSH (European Network Education and Training in Occupational Safety and Health) stóð fyrir málstofu um stoðkerfisvandamál meðal ungs fólks og launþega. Málstofan var hluti af yfirlitsverkefni á sviði vinnuverndarmála um stoðkerfisvandamál og veitti smjörþefinn af næstu herferð Vinnuvernd er allra hagur undir heitinu „Heilbrigt stoðkerfi“ sem hefst í október 2020.

Pages

Pages