Hápunktar

02/06/2020

© EU-OSHA /Ján Kisucky / Photo Competition 2009

Snjall persónulegur hlífðarbúnaður býður upp á betra öryggi og þægindi á vinnustöðum með bættum efnum og rafeindaíhlutum. En þó þarf að komast yfir vissar hindranir ef á að nota hann með árangri á vinnustöðum í Evrópu. Ný umræðudrög skoða ný tækifæri og áhættur sem þessi nýja tækni skapar.

Þó að skipulagsráðstafanir og alhliða vernd ætti ávallt að vera í forgangi er persónulegur hlífðarbúnaður farinn að veita snjallan stuðning.

01/06/2020

© EU-OSHA

Vinnuverndarbarómeterinn er fyrsta gagnamyndgerðartólið með dagréttum upplýsingum um stöðu og þróun vinnuverndarmála í Evrópulöndum.

Tólið samanstendur af fjórum vísihópum um fjölbreytt vinnuverndarmál eins og vinnuverndaryfirvöld, innlendar stefnur, vinnuaðstæður og tölfræðiupplýsingar um vinnuvernd. Þú getur birt og borið saman gögn, búið til grafík og sótt skýrslur um tiltekin efni.

Vinnuverndarbarómeterinn er uppfærður reglulega með nýjum vísum, gögnum og eiginleikum.

20/05/2020

© iStock.com/Jacob Ammentorp Lund

Hvað er það sem virkar í raun og veru þegar kemur að því að taka á vinnutengdum stoðkerfisvandamálum? Nýja skýrslan okkar fjallar um 25 margvísleg verkefni — allt frá herferðum til vitundarvakningar yfir í eftirlit og löggjöf — frá 14 löndum sem undirstrika hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál, einkum í smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Sex þeirra eru skoðuð nánar til að veita innsýn inn í það hvernig aðgerðir gegn stoðkerfisvandamálum virka í reynd.

08/05/2020

© EU-OSHA 

EU-OSHA kynnir helstu niðurstöður Fyrirtækjakönnunar Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER) 2019 sem lýsir helstu áhættuþáttum sem vinnustaðir í Evrópu hafa tilkynnt um – en það eru stoðkerfisvandamál og sálfélagsleg áhætta.

Yfir 45.000 fyrirtæki úr 33 löndum tóku þátt í könnuninni og svöruðu spurningum um mismunandi svið vinnuverndar, þar á meðal nýframkomin vandamál stafrænnar tækni.

29/04/2020

Finndu smjörþefinn af næstu herferð! Nýja vefsíðan er uppfull af upplýsingum og gagnlegum úrræðum um vinnutengd stoðkerfisvandamál og af hverju við þurfum að hafa stjórn á þeim.

Fleiri verkfærum og úrræðum verður bætt við vefsíðuna, á fjölmörgum tungumálum, í aðdragandanum að upphafi herferðarinnar í Evrópuviku vinnuverndar í október 2020. En þú þarft ekki að bíða — kíktu á vefsíðuna núna og skoðaðu hvernig þú getur tekið þátt í herferðinni!

28/04/2020

source: napofilm.net

Napó, líkt og milljónir Evrópubúa, er nú í fjarvinnu og þurfti að koma sér upp vinnuaðstöðu heima hjá sér og reynir nú að halda eins góðu jafnvægi á milli einkalífs og vinnu og hann getur. En það er ekki auðvelt! Í þessu stutta myndskeiði, sendir Napó ásamt Boss og samstarfsmanni sínum Napette, okkur einföld skilaboð – vinnið heiman frá ykkur en gerið það með öruggum hætti og hjálpið til við að stöðva heimsfaraldurinn. 

Pages

Pages