You are here

Hápunktar

15/12/2017

2018 er á leiðinni og með nýju ári bankar „Vinnuvernd er allra hagur Áhættumat efna á vinnustað“ herferðin upp á. Herferðinni er ætlað að auka vitund um hættuleg efni á stuðla að forvarnarmenningu á vinnustöðum um alla Evrópu.

EU-OSHA mun setja af stað þessa 2018–2019 herferð í vor. Við vonum að allir herferðarsamstarfsmenn okkar og hagsmunaaðilar muni styðja hana jafn mikið og þeir studdu þá síðustu: „Vinnuvernd alla ævi“.

Fylgstu með herferðinni Vinnuvernd er allra hagur 2018-19

04/12/2017

Nú þegar herferðinni 2016-2017 'Vinnuvernd alla ævi' er lokið, er undirbúningur fyrir næstu herferð EU-OSHA í fullum gangi, en herferðin nefnist 'Vinnuvernd og stjórnun hættulegra efna" og hefst í apríl 2018.

Herferðin 2018-19 miðar að því að auka vitund um hættuna sem stafar af hættulegum efnum á vinnustaðnum og stuðla að forvarnarmenningu til að útrýma og stjórna þessum hættum á skilvirkan hátt.

Fræðist meira um nýju herferðina

07/11/2017

Hinn hraði vöxtur hagkerfisins á netinu veldur því að óhefðbundnar vinnuaðferðir aukast, til að mynda tilfallandi vinna, bakvaktarvinna og sjálfstæð störf. Á meðan að svæði á netinu geta skapað aukin tækifæri til þess að fá vinnu geta þessi svæði einnig aukið hættu á líkamlegu og sálfélagslegu tjóni hjá starfsmönnum.

Ný skýrsla skoðar þessar áskoranir og rannsakar stefnur og reglugerðir sem eru til staðar eða sem verið er að þróa — í aðildarríkjunum sem og á vettvangi Evrópusambandsins — til þess að taka á vandanum.

02/11/2017

Ekur þú í vinnunni eða stjórnar þú ökumönnum? Í nýjustu kvikmynd sinni fjallar Napo um margar af þeim hættum sem ökumenn standa frammi fyrir á vinnustöðum.

Myndin sýnir á skemmtilegan hátt hvernig takast skal á við ýmis atriði eins og viðhald og slæm veðurskilyrði, og hvaða valkosti má grípa til. Lagt er áherslu á góðan undirbúning og skipulag, þar á meðal flutning farms, hvernig velja eigi bestu akstursleiðirnar og hvernig reikna skuli nægilegan tíma til að ljúka ferð með öruggum hætti.

23/10/2017

Á meðan á Evrópuviku vinnuverndar (23. - 27. október 2017) stendur munu margir samstarfsaðilar „Heilbrigðir vinnustaðir fyrir allan aldur“ herferðarinnar taka höndum saman til að stuðla að sjálfbærri vinnu og heilbrigðri öldrun. Þegar tekið er tillit til að starfsfólk fer af vinnumarkaðinum 61 árs að meðaltali – mun yngra en meðaltals eftirlaunaaldur (65) ára í ESB, eru öruggir og heilbrigðir vinnustaðir fyrir fólk á öllum aldri ómissandi til að viðhalda vinnuafli Evrópu.

Pages