Hápunktar

12/08/2020

Photo by Lucas Vasques on Unsplash

Þar sem COVID-19 faraldurinn og neyðarástand í loftslagsmálum krefst tafarlausra alþjóðlegra aðgerða er virk þátttaka ungs fólks gríðarlega mikilvæg. Þess vegna leggur Alþjóðadagur æskunnar, 12. ágúst áherslu á að hvetja ungt fólk á öllum stigum til mikilsverðra verkefna til að taka á núverandi áskorunum.

EU-OSHA leggur sitt af mörkunum með því að stuðla að heilbrigðismenningu á vinnustöðum en hún er ómissandi fyrir öryggi ungra launþega, þekkingu á heilbrigði og sjálfbæra starfsævi.

10/08/2020

© EU-OSHA

Vinnuverndarbarómeterinn er fyrsta gagnamyndgerðartólið með dagréttum upplýsingum um stöðu og þróun vinnuverndarmála í Evrópulöndum.

Tólið samanstendur af fjórum vísihópum um fjölbreytt vinnuverndarmál eins og vinnuverndaryfirvöld, innlendar stefnur, vinnuaðstæður og tölfræðiupplýsingar um vinnuvernd. Þú getur birt og borið saman gögn, búið til grafík og sótt skýrslur um tiltekin efni.

Nú getur þú búið til ítarlegar skýrslur eftir löndum sem innihalda yfirlit yfir alla mælivísa.

Vinnuverndarbarómeterinn er uppfærður reglulega með nýjum vísum, gögnum og eiginleikum.

05/08/2020

© EU-OSHA 

Könnun hagsmunaaðila EU-OSHA árið 2020 staðfestir jákvæða aftstöðu til framlags stofnunarinnar varðandi áhættuvitund tengda vinnuvernd (e. Occupational safety and health - OSH) sem og lausna til að bæta vinnuvernd á vinnustöðum - (90% svarenda).

85% þeirra sem tóku þátt í könnuninni eru sammála um að stofnunin taki á réttum forgangsatriðum varðandi vinnuvernd og 87% telja að störf EU-OSHA auki gildi vinnu annarra aðila, svo sem landssamtaka á sviði vinnuverndar. 94% hafa notað störf EU-OSHA í að minnsta kosti einum tilgangi.

30/07/2020

© Arpad Pinter / PIXELTASTER

Lögreglumaður, móttökustjóri og fótaaðgerðafræðingur, sem öll þjást af stoðkerfisvandamálum, ræða um reynslu sína í rannsókn á algengasta heilsufarsvandamáli heimsins meðal launþega.

Þau koma fyrir í tilvikarannsóknum á endurkomu til vinnu eða áframhaldandi vinnu með langvinn stoðkerfisvandamál eins og verki í baki, hálsi, örmum eða fótleggjum. Skýrslan, sem fjallar um rannsóknirnar, leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram sé litið á dýrmæta starfsmenn með stoðkerfisvandamál sem „mikilvæga“ en ekki „vandamál“.

28/07/2020

Image by anjawbk from Pixabay

Ný skýrsla dregur saman niðurstöður yfirgripsmikils verkefnis EU-OSHA og hefur það að markmiði að auka vitund um útsetningu fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum og bjóða upp á mikilvægar upplýsingar fyrir stefnumótendur.

Útsetning fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum er tengd við fjölmörg heilsufarsvandamál, þar á meðal smitsjúkdóma og ofnæmi. Þó að þetta eigi við um fjölmörg störf skortir almennt vitund um málefnið.

21/07/2020

© Cristina Vatielli

Erfiðleikar vegna vaxandi aldurs og minnkunar vinnuafls eru ekki nýir í Evrópu: fram til 2030 er gert ráð fyrir því að launþegar á aldrinum 55-64 ára verði um 30 % vinnuafls eða meira. Á sama tíma hverfa margir launþegar af vinnumarkaði löngu áður en þeir ná lífeyristökualdri.

Sjálfstæðar lausnir til að tryggja öryggi, heilbrigði og sanngjörn skilyrði strax frá upphafi starfsævi einstaklinga eru lykillinn að því að stöðva þessa neikvæðu þróun og bæta framleiðni til langs tíma litið.

14/07/2020

Icons made by smalllikeart from www.flaticon.com

Hvort sem þú sinnir vinnuverndarmálum, ert rannsóknarmaður eða hefur einfaldlega brennandi áhuga á nýjustu þróuninni, stefnu ESB og viðleitni á sviði vinnuverdar, þá er fréttabréfið okkar besta upplýsingaheimildin.

Það veitir upplýsingar um lykilatburði í vinnuverndarmálum um allan heim, sem og um vitundarvakningu EU-OSHA og rannsóknarverkefni stofnunarinnar, sem ætlað er að gera vinnustaði öruggari og heilbrigðari fyrir alla.

Þarftu fleiri ástæður til að gerast áskrifandi að OSHmail fréttabréfinu? Fáðu það sent mánaðarlega ókeypis á netfangið þitt.

07/07/2020

souce: napofilm.net

Tvö úrræðasett, sem fjalla um stoðkerfisvandamál á vinnustöðum, er nú að finna á mörgum tungumálum og má nota í sameiningu.

Samtalsaðstoð fyrir stoðkerfisvandamál stuðlar að hópaumræðum á vinnustöðum á meðan þjálfuninni stendur. Tólið inniheldur hagnýtar leiðbeiningar til að stuðla að skilvirkum samskiptum um stoðkerfisvandamál meðal starfsmanna og yfirmanna þeirra.

Pages

Pages