You are here

Hápunktar

20/07/2018

Vinnurðu með hættuleg efni eða ertu yfir fólki sem gerir það? Þarftu frekari upplýsingar um hvernig á að meta og stjórna hættunum? Þá skaltu kíkja á yfirgripsmikinn nýjan EU-OSHA gagnagrunn um hagnýt verkfæri og leiðbeiningar um hættuleg efni, með hlekkjum á helstu hjálpargögn og hljóð- og myndmiðlaverkfæri frá aðildarríkjum, ESB og annars staðar frá. Hann inniheldur þó nokkrar nýjar tilfellarannsóknir sem gerðar voru fyrir núverandi Vinnuvernd er allra hagur herferðina sem gefa raundæmi um góðar starfsvenjur þegar átt er við hættuleg efni.

12/07/2018

Evrópska vinnuverndarstofnunin er núna opinber félagi Vision Zero Global Campaign og hjálpar til við að dreifa skilaboðunum að hægt sé að koma í veg fyrir öll slys, alla sjúkdóma og skaða í vinnunni ef réttar forvarnir eru tímanlega til staðar. Vision Zero nálgunin við forvarnir samþættir þrjár víddir öryggis, heilbrigðis og velferð á öllum stigum vinnunnar. Þökk sé sveigjanleika þess, er Vision Zero gagnlegt fyrir alla vinnustaði, fyrirtæki eða iðnað á öllum svæðum heimsins.

02/07/2018

"Græn formennska" Austurríkis mun stuðla að sjálfbærni og einblína á þrjú svið sem ná yfir alla Evrópu: öryggi og búferlaflutninga; tryggja velmegun og samkeppnishæfni með stafrænni-væðingu, og stöðugleika í nágrannalöndum. Einnig er áætlað að klára samningaviðræður um breytingu á tilskipun um krabbameinsvaldandi efni á þeim tíma sem það er í formennsku.

Frekari upplýsingar

26/06/2018

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) er sönn ánægja að reiða sig á slíkan fjölda af opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar og samstarfsaðilum í fjölmiðlum sem taka þátt í herferðinni 2018-19 — "Vinnuvernd er allra hagur, áhættumat efna á vinnustað".

Skuldbinding þeirra um að efla framvirka stjórnun á hættulegum efnum á evrópskum vinnustöðum mun verða stór áfangi í því að herferðin heppnist vel, þar sem það mun bjóða upp á nóg af tækifærum til að efla tengslanet og skiptast á ráðum um góða starfshætti.

22/06/2018

Ný skýrsla veitir upplýsingar um nýjustu ESENER-2 greiningu sem var unnin af EU-OSHA, en sérstaklega eru sálfélagslegur áhættur skoðaðar. Í greiningunni kemur fram að skuldbinding stjórnenda sem og þátttaka starfsmanna er ráðandi þáttur í að vernda starfsmenn í Evrópu frá þessum hættum.

Hinsvegar skiptir landið sem unnið er í einnig máli. Öflugt efnahagskerfi, gott vinnuöryggi í landinu sem og heilbrigðisverkefni og menningarlegar aðstæður eru allt þættir sem eru tengdir við hærri stig af sálfélagslegri áhættustjórnun.

19/06/2018

Stjórnun vinnuverndar (OSH) getur verið stór áskorun fyrir ör- og smáfyrirtæki (MSE).

Hvaða stefnur, úrræði og verkfæri eru áhrifaríkastar til að bæta vinnuvernd í MSE? Og hvernig er hægt að hjálpa fyrirtækjum að láta þær virka í framkvæmd?

EU-OSHA, ásamt stefnumótandi aðilum og aðilum vinnumarkaðarins, veita svör á ráðstefnu háttsettra aðila í Brussel, með áherslu á áreiðanlegar ráðleggingar frá nýjustu og víðtækustu MSE verkefnisskýrslum.

07/06/2018

Tvær nýjar útgáfur frá EU-OSHA skoða aðsteðjandi vinnuverndar áhættur á evrópskum vinnustöðum vegna hraðs vaxtar smásölu á netinu og vaxandi notkunar á frammistöðuaukandi lyfjum.

Smásala á netinu er hröð og mikil samkeppni er í greininni, áherslan er á skilvirkni og lágan kostnað. Þar sem þessi geiri mun vaxa enn meira, skoðar útgáfan áhrifin á velferð starfsfólks, og leggur áherslu á þörfina á forvirkri stjórnun.

25/05/2018

Hvaða erfiðleikum standa þau sem lifa af krabbamein frammi fyrir þegar þau snúa aftur til vinnu? Hvaða erfiðleikum geta vinnuveitendur þeirra staðið frammi fyrir? Rannsókn EU-OSHA er ætlað að svara þessum spurningum og skera úr um hvað þarf að gera til að tryggja giftusamlegt afturhvarf-til-vinnu inngrip.

Niðurstöðurnar voru birtar sem skýrsla og kynningar, á meðan á árlegri Evrópuviku gegn krabbameini (25.-31. maí 2018), stóð.

Pages