You are here

Hápunktar

10/10/2017

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn þann 10. október á hverju ári. Hann beinir athyglinni að geðsjúkdómum og áhrifum á líf fólks, þ.m.t. vinnulíf þess. Þema þessa árs er valið af Alþjóðasamtökum fyrir geðheilbrigði (World Federation for Mental Health): „geðheilbrigði á vinnustaðnum“.

25% evrópskra borgara mun upplifa geðsjúkdóm á lífleiðinni og u.þ.b. 10% af langtíma heilsufarsvandamálum og skerðingum eru tengd andlegum og tilfinningalegum röskunum, samkvæmt Evrópusamtökum fyrir eflingu vinnuverndar (European Network for Workplace Health Promotion).

27/09/2017

Ný skýringarmynd sem var búin til innan ramma Gagnvirks áhættumats á netinu (OiRA) er núna tiltæk á ensku. ‚Áhættumat með OiRA í 4 skrefum‘ myndin gefur eftirtektarverða lýsingu á 4 skrefum áhættumatsferilsins; frá undirbúningi, í gegnum greiningu og mat á hættu; yfir í að setja upp aðgerðaáætlun og skýrslugerð. Myndband sem er byggt á skýringarmyndunum verður einnig gefið út síðar á árinu.

20/09/2017

Nefnd háttsettra vinnueftirlitsmanna hleypir af stokkunum upplýsinga og framkvæmda herferð til að stuðla að vinnuvernd starfsmanna frá starfsmannaleigum og farandverkamanna. Herferðin, sem heitir „Örugg og heilbrigð vinna fyrir tímabundin störf“, er í gangi frá október 2017 og fram í maí 2019.

Vinna í gegnum starfsmannaleigur í Evrópu hefur aukist gríðarlega á síðastliðnum áratug. Starfsmenn frá starfsmannaleigum gætu verið sérstaklega berskjaldaðir, en rannsóknir sýna að vinnuslys eru algengari á meðal þeirra en í öðrum starfsmannahópum.

14/09/2017

Leiðtogafundur herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur, markar lok herferðarinnar Vinnuvernd alla ævi 2016-2017, verður haldinn 21. og 22. nóvember í Bilbao á Spáni. Leiðandi sérfræðingar og stjórnmálamenn í Evrópu ræða niðurstöður þessarar tveggja ára herferðar og skiptast á upplýsingum um góða starfshætti við að stuðla að heilbrigðri öldrun á vinnustöðum.

Á sama tíma fagna EU-OSHA og samstarfsaðilar tveimur áföngum: 20 ár með Napó, teiknimyndafélaganum, sem eflir öryggi og heilsu á vinnustöðum, og 10 ára afmæli samstarfskerfis EU-OSHA á sviði herferðarinnar.

12/09/2017

Stuttar samantektir helstu niðurstaðna 3 ára verkefnisins „Öruggari og heilsusamlegri vinna fyrir alla aldurshópa – vinnuvernd í tengslum við vinnuafl sem er að eldast“ eru nú tiltækar á 19 tungumálum.

Upplýsingablöðin sýna ávinninginn sem eldri launþegar færa fyrirtækjum, auknar áhættur fyrir konur á vinnustöðum, endurhæfingarkerfi og endurkoma á vinnumarkað í Evrópu.

Þau veita einnig yfirlit yfir stefnumál og fyrirætlanir sem miða að því að styðja við bakið á vinnuafli í Evrópu sem stöðugt eldist.

07/09/2017

Evrópska vinnuverndarstofnunin er núna opinber félagi Vision Zero Global Campaign og hjálpar til við að dreifa skilaboðunum að hægt sé að koma í veg fyrir öll slys, alla sjúkdóma og skaða í vinnunni ef réttar forvarnir eru tímanlega til staðar. Vision Zero nálgunin við forvarnir samþættir þrjár víddir öryggis, heilbrigðis og velferð á öllum stigum vinnunnar. Þökk sé sveigjanleika þess, er Vision Zero gagnlegt fyrir alla vinnustaði, fyrirtæki eða iðnað á öllum svæðum heimsins.

23/08/2017

Frá stofnun Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) árið 1994, hefur markmið hennar verið að gera vinnustaði í Evrópu öruggari og heilbrigðari — og þar með afkastameiri. EU-OSHA eykur vitund um vinnuverndarmál og mikilvægi góðrar áhættustjórnunar á vinnustöðum fyrir atvinnurekendur, starfsmenn og samfélagið. Við vinnum með aðilum um alla Evrópu við að miðla nýjustu upplýsingum, góðum starfsháttum og hagnýtum tólum.

Viltu vita meira um starf EU-OSHA?

Pages