Hápunktar

15/11/2019

© Cristina Vatielli 

Í nýju yfirgripsmiklu Evrópsku yfirlitsskýrslu okkar og samantekt er skoðað hvernig stoðkerfisvandamál hafa áhrif á evrópskt vinnuafl, samfélag og efnahagskerfi.

Þessar útgáfur eru hluti af stóru verkefni Evrópsku vinnumálastofnunarinnar (EU-OSHA) sem miðar að því að greina innlend og evrópsk gögn yfir stoðkerfisvandamál, áhrif þeirra á heilsu og vinnu, áhættuþætti, og forvarnarstarf og ráðstafanir til að snúa aftur til vinnu.

12/11/2019

EU-OSHA og samstarfsaðilar hennar og hagsmunaaðilar koma saman í Bilbaó fyrir síðasta áfangann í 2018-19 herferðinni — Heilbrigðir vinnustaðir - Meðferð hættulegra efna.

Á ráðstefnunni er árangrinum sem náðst hefur með herferðinni fagnað og þar gefst fulltrúm tækifæri til að deila reynslu sinni og góðum starfsháttum við að skipta út hættulegum efnum, lágmarka útsetningu fyrir krabbameinsvaldandi efnum og koma upp áhrifaríkum forvörnum.

07/11/2019

Gagnvirka áhættumat Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (EU-OSHA) á Netinu — OiRA — er stórt afrek á þeim 25 árum sem stofnunin hefur verið að kynna og bjóða upp á árangursríkt áhættumat á vinnustöðum og stjórn á hættum.

Notendavæni vettvangurinn á vefnum hjálpar fyrirtækjum víðsvegar í Evrópu, sér í lagi ör- og smáfyrirtækjum, að meta og stjórna hættum sem tengjast vinnuvernd í margvíslegum atvinnugreinum og á mörgum evrópskum tungumálum.

OiRA hefur átt þátt í að aðstoða EU-OSHA og samstarfsaðila hennar að ná til ör- og smáfyrirtækja og bæta öryggi og heilsu.

05/11/2019

© Dok Leipzig

Fuglaeyja (e. Bird Island) eftir Sergio da Costa og Maya Kosa hefur verið valin besta kvikmyndin um viðfangsefni sem tengist vinnu á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Leipzig fyrir heimildar- og teiknimyndir (DOK Leipzig).

Í sigurmyndinni er tekist á við endurhæfingu með því að skapa heillandi líkingu á milli þeirrar þolinmæði og umönnunar sem þarf til að tryggja að særðir fuglar nái bata á verndarsvæði og ungs manns sem snýr aftur til vinnu eftir langvarandi veikindi.

04/11/2019

Frá 5.-8. Nóvember tekur Evrópska vinnuverndarstofnunin virkan þátt í 36. A+A alþjóðlegu kaupstefnunni um vinnuvernd.

Framkvæmdastjóri ESB-OSHA talar um framtíð vinnuverndar í Evrópu og fer yfir áætlanir, verkefni og tengslanet.

Af öðrum framlögum má nefna tíðni, orsakir og kostnað vegna vinnuslysa og veikinda, Vision Zero verkefnið og hættuleg efni, árangursríkar forvarnir með áhættumati og framkvæmd í ör- og smáfyrirtækjum.

01/11/2019

Þessi rafræni leiðarvísir var gefin út innan ramma herferðina, Góð vinnuvernd vinnur á streitu fyrir árið 2014. Tólið bregst við þörfum vinnuveitenda og fólks sem starfar í litlum fyrirtækjum sem þurfa að fá hagnýt ráð og leiðbeiningar um fyrstu skrefin til að stjórna sálfélagslegri áhættu á vinnustaðnum.

Rafbókin er enduruppfærð núna á nýju sniði, og er fáanleg á ensku, spænsku og slóvensku.

09/10/2019

Vissir hópar starfsfólks eru í meiri hættu en aðrir þegar þeir eru útsettir fyrir hættulegum efnum. Þetta getur gerst vegna þess að þetta starfsfólk er reynslulítið, skortir þekkingu eða er líkamlega viðkvæmara. Aðrar ástæður eru meðal annars að skipta oft um starf, eða starfa í atvinnugeirum þar sem skortur er á vitund um málefnið, eða vegna meiri eða sérstæðrar lífeðlisfræðilegrar viðkvæmni.

07/10/2019

Lykillinn að starfi EU-OSHA til að auka vitund fólks er skilvirk samskipti við markhópa. Byltingarkennd nálgun þar sem netið og samfélagsmiðlar eru notaðir hefur gert EU-OSHA kleift að þróa og miðla nýstárlegum verkfærum og ná með skilvirkum hætti til vinnuverndarsamfélagsins.

Lesið nýju greinina til að fá frekari upplýsingar um hvernig EU-OSHA þróaði sýnileika sinn á netinu.

Pages

Pages