You are here

Hápunktar

22/03/2018

EU-OSHA vill safna umsögnum um aðgerðir sínar og náðan árangur til að auka vægi vinnu sinnar í framtíðinni. Þú getur hjálpað okkur með því að fylla út stuttan spurningalista en það tekur þig ekki meira en 15 mínútur.

Könnunin er framkvæmd fyrir hönd EU-OSHA af samtökunum ICF og GfK. Hægt er að taka könnunina á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku.

Segðu okkur hvað þér finnst um okkur. Smelltu hér til að byrja.

Takk fyrir!

20/03/2018

EU-OSHA býður evrópskum og alþjóðlegum fyrirtækjum og samtökum að verða opinberir samstarfsmenn 2018-19 herferðarinnar — Vinnuvernd er allra hagur áhættumat efna á vinnustað.

Gegn því að kynna herferðina og markmið hennar virkt, njóta samstarfsaðilar sýnileika á vefsíðu herferðarinnar og kynningar á samskiptarásum EU-OSHA. Annar ávinningur er m.a. boð á helstu atburði, tengslamyndunartækifæri og herferðarefni. Umsækjendur ættu að vera með fulltrúa eða meðlimi tengslanets í þó nokkrum aðildarríkjum ESB.

14/03/2018

Samkvæmt nýlegu mati eru vinnutengdir sjúkdómar ástæðan fyrir 200.000 dauðsföllum á ári hverju í Evrópu. Vinnutengd vanheilsa og líkamstjón kostar Evrópusambandið 476 milljarða evra á hverju ári sem hægt væri að spara með réttum vinnuverndar áætlunum, stefnumörkun og aðferðum. Það er í forgangi hjá EU-OSHA að auka vitund um þessa sjúkdóma, þar með talið vinnutengd krabbamein.

12/03/2018

Ný skýrsla þar sem greint er frá niðurstöðum úr seinni evrópskri fyrirtækjakönnun um nýja og aðsteðjandi áhættuþætti (ESENER-2) gefur víðtæka sýn á vinnuverndarmál í Evrópu. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að öryggismálum á vinnustöðum sé almennt vel stjórnað í Evrópu, þá er víða pottur brotinn þegar kemur að stjórnun á heilsutengdum og sálfélagslegum áhættum á vinnustöðum. Það er nauðsynlegt að auka núverandi þróun til að fjalla meira um heilsu og sálfélagsleg áhættu sem hluta af vinnuvernd.

08/03/2018

Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars, eykur EU-OSHA vitund um hætturnar sem tengjast vinnuverndarstjórnun og hvaða áhrif þær hafa á konur, með sérstaka áherslu á eldri starfskonur.

Kynsértækir mismunir á vinnustaðnum gætu leitt til þess að það dragi úr velferð kvenna á vinnustað vegna skorts á möguleikum á frama. Konur almennt, og eldri konur sérstaklega, eru líka útsettar fyrir annarskonar hættum heldur en karlkyns starfsfélagar þeirra á starfsæfi þeirra. 

06/03/2018

Sjósetning 2018-2019 herferðarinnar — Vinnuvernd er allra hagur áhættumat efna á vinnustað — nálgast óðfluga. Samstarfsaðilafundur herferðar EU-OSHA í Brussel þann 20. mars færir saman evrópsk og alþjóðleg samtök, fyrirtæki og samstarfsaðila í fölmiðlum sem vilja verða félagar í herferðinni eða endurnýja samstarfið.

Atburðurinn er tilvalið tækifæri til tengslamyndunar og til að skiptast á hugmyndum um hvernig þau munu stuðla virkt að markmiðum herferðarinnar með aðgerðum sínum.

13/02/2018

Hættuleg efni eru enn eitt stærsta vandamálið þegar kemur að öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum og hafa áhrif á milljónir launþega um alla Evrópu. En umfang þessara váhrifa og tengdrar hættu er oft vanmetin eða hunsuð.

Komandi Vinnuvernd er allra hagur áhættumat efna á vinnustað herferð EU-OSHA berst gegn algengum ranghugmyndum, eykur vitund um hættuna og miðlar góðum starfsvenjum og hjálparefni fyrir skilvirka stjórnun hættulegra efna á vinnustað.

02/02/2018

Farðu á #WorldCancerDay, og taktu þátt með okkur að auka vitund fólks um krabbamein — meginástæða vinnutengdra dauðsfalla innan ESB — og mikilvægi forvarna gegn sjúkdóminum.

EU-OSHA hefur nýverið haldið námskeið varðandi endurhæfingu og afturhvarf til vinnu eftir krabbamein. Góð stefnumörkun á þessu svið er nauðsynleg til að hjálpa þeim sem hafa sigrast á krabbameini að snúa aftur til starfa.

25/01/2018

Hvernig hægt er að tryggja öryggi og heilbrigði launþega í mjög litlum og litlum fyrirtækjum (MSE) er efst á dagskrá hjá leiðandi vinnuverndarsérfræðingum og stefnumótandi aðilum á málstofu sem EU-OSHA heldur.

Marianne Thyssen framkvæmdastjóri ræðir nýjustu niðurstöður MSE-áætlunarinnar, sem núna eru tiltækar í tveimur yfirgripsmiklum skýrslum, við stjórnarnefnd EU-OSHA og aðra hagsmunaaðila.

Pages