You are here

Vinnuverndarverðlaun fyrir góða starfshætti

Um herferðina Vinnuvernd er allra hagur

Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur fyrir hinni 2 ára löngu herferð Vinnuvernd er allra hagur með stuðningi stofnana Evrópusambandsins og aðilum vinnumarkaðarins í Evrópu. Landsskrifstofur stofnunarinnar sjá um skipulag herferðanna innanlands.

Herferðin Vinnuvernd alla ævi 2016-2017 hvetur til sjálfbærra vinnuaðferða og heilbrigðrar öldrunar. Lögð er áhersla á forvarnir út alla starfsævina og að auka meðvitund um að sníða störf að hæfileikum hvers og eins, hjálpa atvinnurekendum og starfsmönnum með því að bjóða upplýsingar og tól um vinnueftirlit í tengslum við öldrun vinnuafls og að kynna góða starfshætti á þessu sviði.

Vinnuverndarverðlaun fyrir góða starfshætti

Verðlaunin fyrir góða starfshætti eru mikilvægur hluti af hverri herferð. EU-OSHA skipuleggur samkeppnina í samstarfi við aðildarríkin og formennskuríki ráðs Evrópusambandsins til að verðlauna framúrskarandi framlag og frumkvæði á sviði vinnuverndar. Verðlaunin eru einnig vettvangur sem vekur athygli á góðum starfsvenjum um víða Evrópu.

Verðlaunin fyrir góða starfshætti munu, sem hluti af herferðinni Vinnuvernd alla ævi 2016-2017, vekja athygli á dæmum um stofnanir sem hafa komið á vinnuvernd sem tekur mið af öldrun vinnuaflsins.

Verðlaunin fyrir góða starfshætti 2016-17 miða að því að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenningu fyrir að hafa sýnt framúrskarandi árangur við að efla sjálfbæra starfshætti fyrir vinnuafl sem er að eldast og heildræna nálgun á vinnuverndarstjórnun sem og æviskeiðsnálgun að áhættuforvörnum til að tryggja heilbrigða öldrun á vinnustöðum.

EU-OSHA fékk 42 umsóknir frá 23 löndum. Þar á meðal voru fimm umsóknir sem komu frá opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar. Umsóknirnar komu frá mörgum misstórum stofnunum og úr mörgum geirum atvinnulífsins.

Umsóknirnar voru metnar af þríliða Evrópskri dómnefnd, en í henni voru m.a. fulltrúar frá Evrópska vinnumarkaðinum, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Vinnuverndarstofnun Möltu og EU-OSHA. Dómnefndin var undir stjórn Prof. Stephen Bevan frá Stofnun atvinnurannsókna (e. Institute for Employment Studies - IES). Níu umsóknir voru verðlaunaðar og níu fengu lof frá dómnefndinni, þar á meðal umsóknir sem kom frá opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar.

Umsóknirnar sem fengu verðlaun og lof frá dómnefndinni eru kynntar í bæklingnum Vinnuverndarverðlaun fyrir góða starfshætti 2016–2017