Samkeppnin um verðlaun fyrir góða starfshætti 2018-2019

Keywords:

Í þessum bæklingi má sjá verðlaunuð og lofsverð fordæmi um góða starfshætti sem fólu í sér nýstárlegar aðferðir sem fyrirtæki víðsvegar um Evrópu gripu til í því skyni að eyða alveg eða draga úr útsetningu fyrir hættulegum efnum. Þessi fordæmi ganga lengra en að uppfylla löggjöf og sýna með skýrum hætti ávinninginn af því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða þegar kemur að vinnuvernd og að koma á forvarnarmenningu með þátttöku starfsfólks, stjórnenda og sérfræðinga.

Öll fordæmin virða stigveldi forvarnaraðgerða og innleiða STOP grundvallarregluna, sem forgangsraðar eyðingu og útskiptingu og heildarráðstöfunum fram fyrir einstaklingsbundnar varúðarráðstafanir. Þau eru sjálfbær til lengri tíma og geta verið yfirfæranleg á önnur fyrirtæki, atvinnugeira eða aðildarríki, gefa núverandi starfsháttum aukið gildi, og taka á sama tíma tillit til þarfa meirihluta evrópskra fyrirtækja, það er, lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Sækja in: en | fr |