Samantekt - Vinnutengd stoðkerfisvandamál: frá rannsóknum og yfir í framkvæmd. Hvað má læra?

Keywords:
Þrátt fyrir fjölmörg verkefni, sem hafa miðað að því að koma í veg fyrir vinnutengd stoðkerfisvandamál, eru þau mjög útbreidd í Evrópusambandinu. Þessi skýrsla dregur saman niðurstöður stórs verkefnis, sem miðaði að því að skoða ástæðurnar þar að baki og greina annmarka, bæði við stefnumótun og innleiðingu á skilvirkum ráðstöfunum á vinnustöðum.
Verkefnið samanstóð af þremur þáttum: rannsókn á útgefnu efni, greiningu á 142 innlendum átaksverkefnum og eigindlegri rannsókn sem miðaði að því að greina hvernig tekið sé á stoðkerfisvandamálum á vinnustöðum í reynd. Með því að sameina niðurstöður úr þessum þremur þáttum tókst skýrslunni að bera kennsl á hindranir og árangursþætti í glímunni við vinnutengd stoðkerfisvandamál auk þess að innihalda fjölmörg tilmæli fyrir allt frá stefnumótun yfir til vinnustaða.
Sækja in: cs | da | de | el | en | fr | hu | it | ro | sl | sv |