Evrópskar skoðanakannanir um vinnuvernd

European opinion polls on safety and health at work

Image by tookapic from Pixabay

Í könnunum okkar beinum við sjónum okkar aðallega að áliti launþega. Við eigum kost á því að fá trúverðugar Evrópuupplýsingar um almenningsálit á vinnuverndarmálum.

Þátttaka í könnununum fær fólk til að hugsa og hjálpar til við að auka vitund um vinnuverndarmá. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi góðrar vinnuverndar og hlutverk hennar í lýðheilsu og hjá árangursríkum fyrirtækjum. Með því að framkvæma kannanir um alla Evrópu er tekið mið af skoðunum fjölbreyttra einstaklinga um vinnuverndarmál. Niðurstöðurnar hjálpa okkur við að átta okkur á muninum á milli skoðana fólks á mismunandi aldri, kyni, með mismunandi menntun, í mismunandi geirum, fyrirtækjastærðum, o.s.frv.

Kannanirnar geta einnig reynst vel við að koma auga á nýjar og aðsteðjandi áhættur til að rannsaka. Helst ættu kannanir í framtíðinni að hjálpa til við að skoða helstu þemu og styðja við herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur í framtíðinni.

Markmið

Kannanirnar eru gerðar til þess að:

  • Styðja við árlegar stjórnendaáætlanir EU-OSHA
  • Veita gagnlega sýn á skoðanir starfsmanna
  • Auka vitund um vinnuvernd í Evrópu og um tenginguna á milli vinnuverndar og heilbrigðis
  • Hvetja til umræðna um vinnuverndarmál
  • Veita landsskrifstofunum upp á gagnlegar innlendar upplýsingar og styrkja samstarf
  • Auka umfjöllun um vinnuverndarmál í fjölmiðlum

Niðurstöður skoðanakannananna geta örvað kappræður og umræður á vinnustöðum ásamt því að upplýsa stefnumótendur innanlands og í Evrópusambandinu.

Fyrri kannanir

Fjölmargar skoðanakannanir hafa verið gerðar fram að þessu til þess að styðja við vinnuverndarmarkmið Evrópusambandsins, þar á meðal:

  • Auka vitund starfsmanna og þekkingu á vinnuverndarmálum
  • Veita upplýsingar um hvernig eigi að laga sig að því að aldur launþega fer vaxandi
  • Efla forvarnir gegn áhættum, bæði á vinnustöðum og víðar
  • Auka viðurkenningu á því að vinnutengd streita sé skipulagsmálefni

Sjá niðurstöður fyrri skoðanakannana:

Aðrar viðeigandi evrópskar upplýsingar

Til þess að fá enn skýrari mynd af almenningsálitinu á vinnuvernd ættir þú að skaða þessa staði fyrir upplýsingar til viðbótar: