You are here

Yfirmenn

Framkvæmdastjóri

Dr. Christa SEDLATSCHEK

sedlatschek(at)osha(dot)europa(dot)eu

Sími: 0034 (944)358 302 8427 (aðstoðarm.)

Mynd af dr. Christa Sedlatschek

Christa var skipuð framkvæmdastjóri EU-OSHA árið 2011. Hún er lagalegur fulltrúi stofnunarinnar og ber ábyrgð á daglegri stjórnun hennar, þ.m.t. öllum málefnum er varða fjármál, stjórnun og mannauð. Staðan er veitt til fimm ár í senn. Hægt er að framlengja tímabilið einu sinni og framkvæmdastjórinn heyrir undir framkvæmdastjórn.

Christa er læknir að mennt (frá Háskólanum í Vín) og sérfræðingur í vinnuslysum. Að loknu námi hóf hún störf við vinnueftirlitið í Austurríki og færði sig svo yfir til ráðuneytis atvinnu- og félagsmála í Austurríki árið 1993 þar sem hún tók yfir stöðu aðstoðardeildarstjóra vinnutengdra lækninga.

Árið 1998 var hún ráðin til EU-OSHA þar sem hún sá um þróun og dreifingu upplýsinga um góð vinnubrögð og varð yfirmaður Working Environment Unit, sem þá hét. Á þeim tíma öðlaðist hún þekkingu á vinnuverndarkerfum innan aðildarríkjanna.

Árið 2003 hóf hún störf hjá þýsku vinnuverndarstofnuninni (Bundesanstalt für Arbeitsschutz und Arbeitsmedizin - BAuA) þar sem hún varð yfirmaður verkefnisins Initiative New Quality of Work - INQA” in 2004. Verkefnið var sett á fót af þýska atvinnu- og félagsmálaráðuneytinu í kjölfar Lissabon-sáttmálans árið 2000 og var markmiðið að skapa fleiri og betri störf í Evrópu.

Hagsmunaskráning - CV

Andrew Smith, yfirmaður samskipta- og kynningardeildar

Andrew SMITH

smith(at)osha(dot)europa.eu

Sími 0034 (944)358 342 8427

Andrew gekk til liðs við EU-OSHA árið 2000. Sem yfirmaður samskipta- og kynningarsviðs ber hann ábyrgð á þróun og innleiðingu á þverevrópskum samskiptaáætlunum, þ.m.t. vitundarvakningarverkefnum og samskiptum á netinu.

Andrew er menntaður í félagsfræði (University of Bristol) og er með yfir 25 ára reynslu af samskiptum. Áður en hann hóf störf vann hann í fimm ár sem yfirmaður upplýsinga- og samskiptasviðs Evrópsku vísindastofnunarinnar og á árunum 1989-1995 var hann samskiptastjóri hjá breska Economic and Social Research Council, rannsóknarráði efnahags- og félagsmála.

Hagsmunaskráning - CV

Forvarna- og rannsóknasvið

William COCKBURN

cockburn(at)osha(dot)europa(dot)eu

Sími 0034 (944)358 372 8427 (aðstoðarm.)

Frá árinu 2012 hefur William verið yfir forvarna- og rannsóknasviði EU-OSHA, m.a. European Risk Observatory.

Hann hefur starfað hjá EU-OSHA frá árinu 1998 þar sem hann sinnti rannsóknum og bar ábyrgð á (ESENER) European Survey of Enterprises on New and Emerging Risks.

William er með B.A. gráðu í lögfræði og MSc gráðu í vinnuvistfræði (University of Loughborough). Áður en hann gekk til liðs við EU-OSHA starfaði hann að rannsóknum á vinnuverndarmálum fyrirtækja í einkageiranum sem ráðgjafi í vinnuvistfræði og rannsóknarstjóri fyrir verkefni á sviði vinnuverndar.

Hagsmunaskráning - CV

Yfirmaður auðlinda- og þjónustumiðstöðvar

 Post vacant.