Bráðabirgðaframkvæmdastjóri
William COCKBURN
William Cockburn hefur verið tilnefndur framkvæmdastjóri til bráðabirgða þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf.
Hann hefur starfað hjá EU-OSHA frá árinu 1998 þar sem hann sinnti rannsóknum og bar ábyrgð á (ESENER) European Survey of Enterprises on New and Emerging Risks.
William er með B.A. gráðu í lögfræði og MSc gráðu í vinnuvistfræði (University of Loughborough). Áður en hann gekk til liðs við EU-OSHA starfaði hann að rannsóknum á vinnuverndarmálum fyrirtækja í einkageiranum sem ráðgjafi í vinnuvistfræði og rannsóknarstjóri fyrir verkefni á sviði vinnuverndar.
Andrew Smith, yfirmaður samskipta- og kynningardeildar
Andrew SMITH
Andrew gekk til liðs við EU-OSHA árið 2000. Sem yfirmaður samskipta- og kynningarsviðs ber hann ábyrgð á þróun og innleiðingu á þverevrópskum samskiptaáætlunum, þ.m.t. vitundarvakningarverkefnum og samskiptum á netinu.
Andrew er menntaður í félagsfræði (University of Bristol) og er með yfir 25 ára reynslu af samskiptum. Áður en hann hóf störf vann hann í fimm ár sem yfirmaður upplýsinga- og samskiptasviðs Evrópsku vísindastofnunarinnar og á árunum 1989-1995 var hann samskiptastjóri hjá breska Economic and Social Research Council, rannsóknarráði efnahags- og félagsmála.
Yfirmaður forvarna- og rannsóknasviðs til bráðabirgða
Malgorzata Milczarek
Malgorzata Milczarek hóf störf hjá Vinnuverndarstofnun Evrópu árið 2006 sem verkefnisstjóri. Hún hefur unnið á forvarnar- og rannsóknarsviði með herslu á verkefni um geðheilbrigði á vinnustöðu, vinnutengda streitu og aðra sálfélagslega áhættu eins og ofbeldi og áreitni. Hún hefur einnig borið ábyrgð á stóru verkefni um vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum.
Malgorzata er með meistaragráðu í sálfræði (Varsjárháskóli) og PhD í vinnusálfræði (Háskólinn í Slesíu). Áður hún hóf störf hjá Vinnuverndarstofnun Evrópu vann hún við vísindastörf hjá Aðalstofnun vinnuverndar - rannsóknarstofnun ríkisins (Póllandi).
Yfirmaður auðlinda- og þjónustumiðstöðvar
Donianzu Murgiondo
Donianzu Murgiondo joined EU OSHA in September 2023. As Head of the Resources and services unit, she is leading the team that manages the areas of HR, Finance, Procurement, Documentation, Internal Control and Facility management.
Before joining EU OSHA, Donianzu worked in the European Fisheries Control Agency (EFCA) in Vigo for more than 16 years, first as Head of sector Finance and Procurement and later as Deputy Head of the Resources and ICT unit.