Framtíðar herferðir

2020–22 herferðin snýst að forvörnum gegn vinnutengdum stoðkerfisvandamálum.

Stoðkerfissjúkdómar eru enn með algengustu vinnutengdu heilsufarsvandamálum Evrópu.

Áhætta sem tengist líkamsstöðu, endurteknum hreyfingum eða þreytandi eða sársaukafullum stellingum, burði eða færslu á þungum hlutum — er allt mjög algengir áhættuþættir á vinnustað sem geta valdið stoðkerfisvandamálum. Að því gefnu hversu útbreidd vinnutengd stoðkerfisvandamál eru er ljóst að nauðsynlegt er að gera meira til að auka vitund um hvernig má koma í veg fyrir þau.

Herferðin er með heildrænt sjónarhorn á orsakirnar fyrir þessu þráláta vandamáli. Hún miðar að því að miðla hágæða upplýsingum um efnið, stuðla að samþættri nálgun við meðhöndlun vandamálsins, og bjóða upp á gagnleg verkfæri og lausnir sem geta hjálpað á vinnustaðnum.

Til að fá að vita meira skaltu heimsækja stoðkerfisvandamála vefsíðu okkar