You are here

Herferðin Vinnuvernd er allra hagur 2018-19

Future Healthy Workplaces Campaigns
Herferðin 2018-19 mun leggja áherslu á hættuleg efni, með því markmiði að auka meðvitund og þróa forvarnarmenningu á vinnustöðum innan ESB, ásamt því að höfða til ákveðinna hópa starfsmanna.

Markmið herferðarinnar eru:

 • auka vitund fólks um mikilvægi þess að draga úr áhættu vegna hættulegra efna, og að draga úr algengum misskilningi.
 • kynna áhættumat með því að veita upplýsingar varðandi hagnýt tól og að skapa tækifæri til þess að miðla góðum starfsháttum, sem sérstaklega miða að:
  • útrýma hættulegum efnum á vinnustað eða skipta þeim út
  • stigveldi fyrirbyggjandi ráðstafana (þ.e. fylgja stigveldinu sem tilgreint er í löggjöfinni, þannig að ávallt sé valin árangursríkasta aðferðin þegar kemur að mælingum).
 • auka skilninginn á hættunum sem fylgja því að starfa nálægt krabbameinsvaldandi efnum með því að miðla góðum starfsvenjum; EU-OSHA hefur undirritað sáttmála sem skuldbindur okkur til þátttöku í Vegakorti ESB um krabbameinsvaldandi efni.
 • huga sérstaklega að hópum vinnuafls með sérstakar þarfir og í sérstökum áhættuhópum með því að veita þeim sérsniðnar upplýsingar og leiðbeiningar um góð vinnubrögð. Til þessara hópa teljast:
  • Kvenmenn
  • Innflytjendur
  • Ungt fólk
  • Starfsfólk í sérstökum áhættuhóp vegna starfsgeirans eða starfsins sem það vinnur í
  • Tímabundnir starfskraftar og starfsfólk í óformlega hagkerfinu
 • Til þess að auka þekkingu á þeim lagaramma sem er nú þegar til staðar til að vernda vinnuafl, og eins að beina athyglinni að þróun stefnunnar.