You are here

Stjórn og framkvæmdastjórn

Hverjir eru helstu stefnumótendur hjá EU-OSHA?

Stjórn:

Stjórnin ákvarðar stefnu stofnunarinnar og markmið og lætur framkvæmdastjórann standa skil á verkum sínum. Henni er stýrt af stofnreglugerðinni og formreglunum. Stjórnin tilnefnir framkvæmdastjórann og samþykkir þessi lykilskjöl:

Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir í samræmi við stofnreglugerð EU-OSHA. Ráðið tilnefnir fulltrúa þriggja helstu hagsmunahópanna — stjórnvalda, samtaka atvinnurekenda og samtaka launþega — fyrir hvert aðildarríki. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilnefnir sinn meðlim.

Hlutverk stjórnarformannsins skiptist á milli fulltrúa meginhagsmunahópanna á hverju ári. Stjórnin hittist tvisvar á ári og eru fundargerðirnar opinberar almenningi, sjá meðlimir stjórnarinnar og varamenn,þar á meðal hagsmunayfirlýsingar og samantekt á ferilskrám.

Framkvæmdastjórn stjórnarinnar

Þetta er smærri stýrihópur með 11 meðlimum úr stjórninni. Hún hittist fjórum sinnum á ári til þess að fylgjast með undirbúningi og framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar. Fundargerðir funda framkvæmdastjórnarinnar eru einnig opinberar almenningi (sjá að neðan).

Sjá meðlimi framkvæmdastjórnarinnar og varamenn þeirra.