Slóvenía: Hafa stjórn á útsetningu starfsfólks fyrir hættulegum efnum við framleiðslu á heimlistækjum

Keywords:
Samkeppnin um verðlaun fyrir góða starfshætti 2018-2019
Fyrirtæki sem fékk lof 

Slóvenska framleiðslufyrirtækið Gorenje, d.d., beitir kerfisbundinni aðferð þar sem allir vinna saman til að greina og fjarlægja hættur vegna hættulegra efna, þar með talið stjórnendur, starfsfólk og fulltrúar þess, og fjölfaglegt teymi sérfræðinga.

Með breytingum á búnaði og verkferlum og bættri stjórnun á kemískum efnum og eftirliti með þeim, hefur fyrirtækinu tekist að draga úr fjölda þeirra kemísku efna sem eru notuð, fjölda starfsfólks sem er útsett fyrir efnunum og hversu mikil útsetningin er. Fyrirtækið gengur lengra en lagakröfur segja til um, og hefur skuldbundið sig til að halda áfram að bæta öryggi og heilsu starfsfólks, og deila þekkingu sinni með öðrum fyrirtækjum í Slóveníu.

Sækja in: en | is | sl |