Kynning - Virði vinnuverndar og samfélagslegur kostnaður af vinnutengdum slysum og sjúkdómum

Keywords:

Þessi kynning dregur saman niðurstöður seinni hluta verkefnis EU-OSHA um mat á kostnaði á vinnuslysum, -sjúkdómum og -dauðsföllum í Evrópu. Tvær nálganir voru þróaðar til að leggja mat á kostnaðinn:

  • neðansækin nálgun sem byggir á einstökum kostnaðarliðum — beinum, óbeinum og óáþreifanlegum kostnaði
  • ofansækin nálgun sem byggir á alþjóðlegum upplýsingum um efnahagsbyrði meiðsla og sjúkdóma.

Við kostnaðarmatið var lögð áhersla á fimm lönd — Finnland, Þýskaland, Holland, Ítalíu og Pólland — en þar voru fullnægjandi upplýsingar voru fyrir hendi og þau ná að lýsa fjölbreyttri landafræði, iðnaði og félagskerfum Evrópu. Niðurstöður hvers líkans eru bornar saman, farið yfir styrkleika og veikleika og áhrif fyrir stefnumótendur skoðuð.

Sækja in: da | de | el | en | fi | fr | lt | mt | pl | ro | sv |