Írland: Fjarlægja hættur vegna öndunarfærs kísilkristallaryks í byggingargeiranum

Keywords:
Verðlaun fyrir góða starfshætti 2018-2019
Fyrirtæki sem fékk lof 

Krabbameinsvaldandi efnið öndunarhæfir kísilkristallar (RCS) er mjög algeng hætta á byggingarsvæðum.

Æðstu stjórnendur BAM Ireland einsettu sér að greina hættur sem steðjuðu að starfsfólki á byggingarsvæðum sínum vegna þessa hættulega efnis og finna leiðir til að lágmarka þær. Komið var í veg fyrir margar hættur á hönnunarstiginu — með því að skipta út efnum sem innihalda kísl og athæfi sem myndar kísl fyrir aðra valkosti — og aðferðir við þrif voru bættar sem og persónulegur hlífðarbúnaður auk þess sem reglulega var fylgst með hvort farið var eftir reglum.

Fyrirtækið setti undirverktökum það skilyrði á innkaupastiginu að þeir þyrftu að nota útsogsbúnað til að fjarlægja öndunarfært kísilkristallaryk þar sem uppspretta ryksins væri og vann með þekktum framleiðanda á atvinnutækjum til að gera þeim kleift að kaupa slík tæki.

Viðleitni til að auka vitund tryggði að allt starfsfólk var meðvitað um hætturnar og ávinninginn af því að fylgja öryggisstefnunni, sem skapaði betra vinnuumhverfi og forvarnarmenningu.

 

Sækja in: en | is |

Annað lesefni um þetta efni