Stutt yfirlit: Greiningarskýrsla um góða starfshætti á vinnustað og stuðningsþarfir fyrirtækja

Keywords:

Útgáfurit þetta felur í sér samantekt á skýrslu sem rannsakar verklag á vinnustað hjá 36 fyrirtækjum — sem eru mismunandi að stærð og í mismunandi atvinnugreinum — til að takast á við þau vandamál sem snerta aldrað starfslið. Ritið lítur til þess hvernig eigi annað hvort að halda eldri starfsmönnum í vinnu til lengri tíma eða hvernig eigi að bæta heilsu og velferð alls starfsfólks, án tillits til aldurs. Ástæðurnar og hvatirnar að baki stefnumálum og starfsaðferðum eru rædd, sem og árangursþættir varðandi framkvæmdina og þau álitaefni sem tengjast þessu. Raundæmin undirstrika einnig að smáfyrirtæki og örfyrirtæki standa frammi fyrir sérstökum erfiðleikum varðandi upptöku slíks verklags. Skýrslan birtir tillögur að þeirri tegund stuðnings sem yrði fyrirtækjum að liði og kemur með ráðleggingar um aðgerðir í framtíðinni.

Sækja in: en