Fjölbreytni vinnuafls og stafrænir vinnuvettvangar: áhrif á vinnuvernd

Keywords:

Stafræna vettvangshagkerfið vex hratt og störfin sem boðið er upp á eru eins fjölbreytt og starfsmennirnir sjálfir. Innflytjendur og minnihlutahópar af erlendum uppruna eru líklegri til að taka að sér störf sem auglýst eru á atvinnuvettvangi, en slíkt getur einnig falið í sér tækifæri fyrir fatlað fólk og konur.

Þótt stafræn vinna geti verið skref inn á vinnumarkaðinn, eru þar einnig margar blindgötur. Þetta umræðurit varpar ljósi á vinnuaðstæður og vinnuverndaráhættu í tengslum við stafræna vettvangsvinnu fyrir ákveðna hópa starfsmanna.

Niðurstöðurnar sýna leiðina til að tryggja að stafræn vettvangsvinna virki sem stökkbretti í öruggari, traustari og heilbrigðari störf.

 

Sækja in: en