Mannauðsumsjón með gervigreind: áhrif á vinnuvernd
20/01/2025
Hvernig getur gervigreind haft áhrif á öryggi og heilsu starfsfólks? Í þessari kynningu er varpað ljósi á vaxandi hlutverk mannauðsumsjónakerfa sem byggja á gervigreind og reikniritum (AI-based and Algorithmic Worker Management, AIWM) og víðtæk áhrif þeirra á vinnuvernd. Ákvarðanataka í mannauðsmálum sem byggir á gervigreind felur jafnt í sér ný tækifæri og aukna áhættu, frá því að geta aukið afköst til þess að geta dregið úr sjálfræði starfsmanna til ákvarðanatöku og öðrum sálrænum áhættuþáttum á vinnustað.
Kafað er í helstu þætti sem varða áhrif AIWM á sálræna áhættuþætti á vinnustað og hvernig slíkar lausnir geta leitt til aukinnar streitu og þreytu starfsfólks. Farið er yfir raunveruleg dæmi þar sem hægt er að kynna sér árangur og áskoranir slíkra lausna. Með því að tryggja gagnsæi, efla aðkom starfsfólks í tengslum við slíka innleiðingu og gæta að hlítni við ESB-reglugerðir, geta AIWM lausnir aukið afköst án þess að skerða öryggi, heilsu eða vellíðan starfsfólks.