
Tegund:
Umræðublöð
19 blaðsíður
Stuðlað að fylgni við öryggisreglur á vinnustöðum – Viðurlagakerfi og staðlaðar ráðstafanir vinnueftirlits í Evrópu
Keywords:Vinnueftirlit leikur mikilvægt hlutverk til að stuðla að fylgni við vinnuverndarreglur. Gríðarlegar breytingar á vinnustöðum vegna nýrrar tækni og nýrra vinnuhátta hefur skapað umræður um hlutverk vinnueftirlits í breyttum vinnuheimi.
Þessi umræðudrög fjalla um vinnueftirlit og mismunandi viðurlagakerfi í ESB. Þau innihalda góðar starfsvenjur við vinnueftirlit til að sannfæra fyrirtæki um að bæta reglufylgni og leggur áherslu á hveru árangursríkt það er að beita sannfæringu og þvingunum til jafns við vinnueftirlit.
Drögin undirstrika einnig þörfina á stöðluðu mati á öryggi vinnustaða og leggur til aðferðir við mælingar.