Snjallstjórnstöð fyrir vinnuvernd: stafræn snjallkerfi til að bæta öryggi og heilsu starfsfólks
Keywords:Í þessari tilviksrannsókn er lagt mat á margþætta samskipta- og gagnagreiningarmiðstöð sem skráir upplýsingar sem varða vinnuvernd, svo sem (innri) úttektir, eftirlit, atvik og ytri þætti til að veita fyrirbyggjandi stjórnun og viðbragðsstjórnun með tilliti til öryggis og vellíðan starfsfólks. Með kerfinu er hægt að fjarvakta vinnuverndargögn í rauntíma fyrir vinnustaði sem staðsettir í mismunandi löndum og er samþættað í gegnum miðlæga vinnuverndareiningu. Innleiðing felur í sér áskoranir en þegar tekist hefur að yfirstígar þær getur kerfið stuðlað að verulegum umbótum á sviði vinnuverndar.
Þetta er dæmi um eitt af þeim stafrænu snjallkerfum sem hönnuð eru til að stuðla að aukinni vinnuvernd í starfsgreinum sem tengjast byggingariðnaði, námugrefti og framleiðslu. Þessi tilviksrannsókn er hluti af vinnuverndaryfirlitinu (2020-2023) þar sem rýnt er í áskoranir og tækifæri sem þess konar tækninýjungar hafa upp á að bjóða.