Þýskaland: Örugg og hagkvæm aðferð til að meðhöndla kítti sem inniheldur asbest í gleriðnaðinum.

Keywords:
Verðlaun fyrir góða starfshætti 2018-2019
Fyrirtæki sem fékk verðlaun 

Asbest finnst í litlu magni í sumu kítti fyrir gler— sem var notað í nokkra áratugi fyrir árið 1993, þegar bannið við notkun á asbesti tók gildi. Kítti sem inniheldur asbest var notað með einföldu gleri í trégluggum, kassagluggum, þökum á skýlum, gróðurhúsum og atvinnuhúsnæði, sem og með einangrandi gleri í fyrstu gerðunum af gluggum með álramma. Í Þýskalandi þróaði Alríkissamband gleriðnaðarins (e. Federal Association of Glazier Trades) aðferð, og samfara því vottunarkerfi, til að meðhöndla kítti sem inniheldur asbest sem kemur í veg fyrir að þörf sé á kostnaðarsömum og tímafrekum aðgerðum við stór verk þar sem asbest er til staðar. Aðferðin er einföld og ódýr, sem gerir jafnvel litlum fyrirtækjum mögulegt að taka hana upp, og tryggir að starfsfólk og viðskiptavinir eru varðir gegn skaðlegu magni af asbesti.

 

Sækja in: de | en | is | sk |