Samantekt: Núverandi og aðsteðjandi vinnuverndarvandamál í heilbrigðisgeiranum, þar á meðal heimilis- og samfélagsumönnun.

Keywords:

Samantektin veitir yfirlit yfir núverandi og aðsteðjandi vinnuverndaráhættur fyrir starfsmenn við umönnun í heilbrigðis- og félagsþjónustunni og hvernig þær hafa áhrif á öryggi og heilbrigði þeirra í vinnunni og hafa þannig áhrif á gæði umönnunarinnar sem þeir veita. Hún samanstendur af umfjöllun um útgefið efni og þeim svörum sem bárust við spurningalistanum, sem sendur var til vinnuverndarsérfræðinga í öllum aðildarríkjunum, og býður því upp á að bera saman niðurstöður úr útgefna efninu við þær úr „framvarðalínunni“. Skýrslan undirstrikar áskoranirnar, sem blasa við geiranum, þar á meðal skortinn á menntuðu starfsfólki og sérfræðingum með reynslu, öldrun vinnuaflsins, aukna tækninotkun, sem krefst nýrrar færni, og innleiðingu á nýjum umönnunarleiðum til að takast á við fjölþætta langvinna sjúkdóma. Sú staðreynd að fólk lifir lengur og þarf í auknum mæli á langtíma umönnun að halda færir áhersluna frá stýrðu umhverfi bráðaþjónustu á sjúkrahúsum yfir á umönnun í samfélaginu og á heimilum fólks. Heimahjúkrun hefur í för með sér sérstaklega erfitt vinnuumhverfi vegna lítils vinnurýmis, skorts á þjálfun, starfa einn síns liðs, lítillar eða engrar verkstjórnar og sömu áhættna og koma upp, til dæmis, á sjúkrahúsum, en án þess að fullnægjandi ráðstafanir séu til að staðar til þess að stýra áhættunum.

Sækja in: cs | de | el | es | fi | fr | hr | hu | lt | lv | nl | pl | pt | sk | sl |