Álitaefni varðandi notkun á skyndigreiningarprófum (þar á meðal sjálfsprófum) fyrir SARS-CoV-2 á vinnustöðum

Keywords:

Þessi sameiginlega tækniskýrsla Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) og Vinnuverndarstofnunar Evrópu veitir yfirlit yfir notkun á skyndigreiningarprófum fyrir SARS-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, á vinnustöðum. Í henni er að finna könnun meðal landsskrifstofa Vinnuverndarstofnunar Evrópu á notkun skyndigreiningarprófa á vinnustöðum.

Skýrslan skoðar þá þætti, sem koma við sögu, við notkun skyndigreiningarprófa á vinnustöðum og kemst að þeirri niðurstöðu að prófanir geti haft áhrif á að draga úr útbreiðslu veirunnar þar sem mikil áhætta er fyrir hendi innandyra. En hún leggur áherslu á að nota ætti prófin með, en ekki í staðinn fyrir, aðrar öryggis- og heilbrigðisráðstafanir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún undirstrikar líka mikilvægi samráðs við yfirvöld, launþega, vinnuveitendur og vinnuverndarstofnanir við þróun á skimunarstefnu fyrir vinnustaði. Góð samvinna á milli opinberra vinnuverndar- og lýðheilsuaðila er gríðarlega mikilvæg til að tryggja að allir hljóti viðeigandi vernd.

Sækja in: en