Líffræðilegir áhrifavaldar og vinnutengdir sjúkdómar: niðurstöður úr útgefnu efni, könnun á meðal sérfræðinga og greining á eftirlitskerfum

Keywords:

Þessi skýrsla er hluti af stóru verkefni til að takast á við hættuna sem stafar af líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum. Markmið verkefnisins er að auka vitund um útsetningu fyrir þessum hættum við vinnu, veita meiri upplýsingar um heilsufarsvandamál sem tengjast þeim og styðja verkefni til að koma í veg fyrir þær.

Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður úr yfirferð á útgefnu efni í vísindaritum, könnun á meðal sérfræðinga og greiningu á völdum kerfum sem aðildarríki Evrópusambandsins nota til að hafa eftirlit með sjúkdómum og váhrifum. Í henni er lagt mat á núverandi þekkingu um viðfangsefnið, þar með talið um nýjar og aðsteðjandi hættur, gloppur í gögnunum eru tilgreindar, og settar eru fram ráðleggingar um hvernig megi bæta eftirlit með og forvarnir gegn þessum algengu hættum sem þó lítill skilningur er á.

Sækja in: en