Verðlaun

Verðlaunin fyrir góða starfshætti veita verðlaun fyrir góð dæmi um samvinnu stjórnenda og starfsmanna við að ná árangri í vinnuverndarmálum. Með því að undirstrika ávinninginn hjálpa verðlaunin fleiri fyrirtækjum við að átta sig á að góð vinnuvernd er nauðsynlegur hluti rekstrarins. Tilnefningar eru velkomnar frá öllum evrópskum atvinnurekendum og starfsmönnum, svo og aðilum vinnumarkaðarins, vinnuverndarsérfræðingum og vinnuverndarráðgjöfum.

Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur eru veitt á hátíðinni DOK Leipzig; verðlaunin er veitt fyrir bestu vinnutengdu heimildarmyndina. Tilnefningar ættu að auka vitund um vinnuvernd á vinnustaðnum og beina sjónum að „mönnum í breytilegum vinnuheimi“. Leikstjórinn, sem vinnur, fær peningaverðlaun og 1.000 eintökum af kvikmyndinni er dreift um Evrópu. EU-OSHA styður einnig við sýningar á verðlaunamyndinni á viðburðum um Evrópu.

Fyrri vinningshafar hafa sótt innblástur í fjölbreytt efni í vinnuheiminum. Sjá stikur verðlaunamyndanna á YouTube rás EU-OSHA.