Fréttatilkynningar

15/11/2019

© Cristina Vatielli 

Í nýju yfirgripsmiklu Evrópsku yfirlitsskýrslu okkar og samantekt er skoðað hvernig stoðkerfisvandamál hafa áhrif á evrópskt vinnuafl, samfélag og efnahagskerfi.

Þessar útgáfur eru hluti af stóru verkefni Evrópsku vinnumálastofnunarinnar (EU-OSHA) sem miðar að því að greina innlend og evrópsk gögn yfir stoðkerfisvandamál, áhrif þeirra á heilsu og vinnu, áhættuþætti, og forvarnarstarf og ráðstafanir til að snúa aftur til vinnu.

12/11/2019 - 14:00
Í dag tekur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) á móti hagsmunaaðilum á sviði vinnuverndar í Bilbaó, Spáni, til að taka þátt í ráðstefnunni Vinnuvernd er allra hagur 2019. Eftir aðra árangursríka 2-ára herferð, býður þessi ráðstefna upp á frábært tækifæri til að fara yfir hvaða lærdóm megi draga af henni og til að deila góðum starfsháttum til að hafa stjórn á hættulegum efnum á vinnustöðum.
05/11/2019 - 08:00
Sigurverari þessa árs er Fuglaeyja eftir Sergio da Costa og Maya Kosa frá Sviss. Frá árinu 2009, hefur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) veitt Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur á hverju ári á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Leipzig fyrir heimildar- og teiknimyndir (DOK Leipzig) til að heiðra frumlegar myndir um vinnutengd málefni.
21/10/2019 - 01:30
Dagana 21. til 25. október stendur Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og samstarfsaðilar stofnunarinnar fyrir mikilvægum áfanga í herferðinni Vinnuvernd er allra hagur. Evrópuvika vinnuverndar miðar að því að auka vitund um öryggi og heilbrigði vinnustaða og stuðla að virkum áhættuforvörnum þar sem allir taka þátt. Evrópuvikan í ár vinnur með núverandi herferð — Áhættumat efna á vinnustað.
17/09/2019 - 01:30
Evrópska vinnuverndarstofnunin tilkynnir verðlaunuð og lofsverð fyrirtæki sem gripu til nýstárlegra aðferða með árangursríkum hætti til að takast á við hætturnar sem hættuleg efni skapa, sem hluta af 14. Samkeppninni um góða starfshætti. Með verðlaununum er fyrirtækjum veitt viðurkenning sem með áberandi hætti hafa sýnt ábyrgð varðandi vinnuvernd og stuðlað að starfsháttum sem vernda starfsfólk og auka framleiðni.

Pages

Pages