You are here

Fréttatilkynningar

29/11/2018 - 01:45

Í nýrri skýrslu, birtir Evrópska vinnuverndarstofnunin niðurstöður úr stóru tveggja ára verkefni til að sjá fyrir áhrifin af stafrænni umbreytingu á vinnuvernd í ESB. Lokaniðurstöðurnar í þessu verkefni um framtíðarsýn undirstrika þróunina í upplýsinga- og samskiptatækni, þau mögulegu áhrif sem þessi tækni hefur á eðli og skipulagningu á vinnu, og þær áskoranir og tækifæri fyrir vinnuvernd sem fylgja henni.

22/10/2018 - 01:45

Á hverju ári stendur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) og samstarfsaðilar hennar fyrir viðburðum í Evrópusambandinu og víðar til að auka vitund og þeir viðburðir marka Evrópsku vinnuverndarvikuna. Þema þessa árs, sem er kjarninn í margvíslegum spennandi viðburðum og starfsemi frá 22. til 26. október, er stjórnun á hættulegum efnum á vinnustöðum.

26/06/2018 - 01:30

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) segir frá opinberum samstarfsaðilum og samstarfsaðilum í fjölmiðlum sem taka þátt í sam-evrópsku vinnuverndar herferðinni — "Vinnuvernd er allra hagur, áhættumat efna á vinnustað. Stuðningur þessara samstarfsaðila er lykillinn að því að herferðin gangi vel og, í staðinn, hafa samstarfsaðilarnir margvíslegan hag af herferðinni og fá ýmis tækifæri.

19/06/2018 - 01:30

Þann 19. júní, heldur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) ráðstefnu háttsettra aðila í Brussel til að kanna framtíð umbóta á vinnuvernd (OSH) í litlum fyrirtækjum í Evrópu. Atburðurinn byggir á niðurstöðum verkefnis EU-OSHA í ör- og smáfyrirtækjum (MSE) og er samtíma útgáfu loka greiningarskýrslu verkefnisins, sem skýrir í smáatriðum helstu þættina sem hafa áhrif á vinnuvernd í MSE og gefur ráð fyrir góðar starfsvenjur og stuðning fyrir stefnumyndun.

Pages