Fréttatilkynningar

02/06/2020

© EU-OSHA /Ján Kisucky / Photo Competition 2009

Snjall persónulegur hlífðarbúnaður býður upp á betra öryggi og þægindi á vinnustöðum með bættum efnum og rafeindaíhlutum. En þó þarf að komast yfir vissar hindranir ef á að nota hann með árangri á vinnustöðum í Evrópu. Ný umræðudrög skoða ný tækifæri og áhættur sem þessi nýja tækni skapar.

Þó að skipulagsráðstafanir og alhliða vernd ætti ávallt að vera í forgangi er persónulegur hlífðarbúnaður farinn að veita snjallan stuðning.

01/06/2020

© EU-OSHA

Vinnuverndarbarómeterinn er fyrsta gagnamyndgerðartólið með dagréttum upplýsingum um stöðu og þróun vinnuverndarmála í Evrópulöndum.

Tólið samanstendur af fjórum vísihópum um fjölbreytt vinnuverndarmál eins og vinnuverndaryfirvöld, innlendar stefnur, vinnuaðstæður og tölfræðiupplýsingar um vinnuvernd. Þú getur birt og borið saman gögn, búið til grafík og sótt skýrslur um tiltekin efni.

Vinnuverndarbarómeterinn er uppfærður reglulega með nýjum vísum, gögnum og eiginleikum.

20/05/2020

© iStock.com/Jacob Ammentorp Lund

Hvað er það sem virkar í raun og veru þegar kemur að því að taka á vinnutengdum stoðkerfisvandamálum? Nýja skýrslan okkar fjallar um 25 margvísleg verkefni — allt frá herferðum til vitundarvakningar yfir í eftirlit og löggjöf — frá 14 löndum sem undirstrika hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál, einkum í smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Sex þeirra eru skoðuð nánar til að veita innsýn inn í það hvernig aðgerðir gegn stoðkerfisvandamálum virka í reynd.

Pages

Pages