Störf hjá EU-OSHA eru í boði fyrir ríkisborgara 27 aðildarríkja Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein og Noregs (aðildarlönd EES-samningsins).
EU-OSHA veitir störf á jafnréttisgrundvelli. Við tökum á móti umsóknum, starfsmönnum og nemum án aðgreiningar á grundvelli kyns, litarhafts, kynþáttar, uppruna eða félagslegs bakgrunns, genasamsetningar, tungumáls, trúarbragða eða trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, aðildar að minnihlutahópi, eigna, fæðingar, hömlunar, þjóðernis, aldurs, kynhneigðar eða kynáttunar.