Bretland — ráðgjafarþjónusta vegna vinnutengdra sjúkdóma í Sheffield og hlutverk hennar í að bæta aðgengi að sálrænum meðferðum

Keywords:

Ráðgjafarþjónusta vegna vinnutengdra sjúkdóma í Sheffield (Sheffiel Occupational Health Advisory Service (SOHAS)) býður upp á trúnaðarþjónustu í tengslum við lengri starfsævi og endurhæfingu fyrir fólk með atvinnutengda sjúkdóma. Árið 2009 hóf SOHAS samstarf við samtökin Bætt aðgengi að sálfræðimeðferðum (Improving Access to Psychological Therapies (IAPT)) í Sheffield til að bjóða upp á faglega atvinnuráðgjöf fyrir sjúklinga sem glíma við andleg veikindi og hefur verið bent á sálfræðilegar meðferðir til að hjálpa þeim að haldast í vinnu. Aðgerðaáætlunin er unnin í samstarfi við viðskiptavininn með það að marki að koma honum aftur til starfa og er notast við breytta útgáfu af aðgerðaáætlun endurhæfingar (Wellness Recovery Action Plan (WRAP)). Farið er yfir hana með vinnuveitendum til að endurkoman til starfa gangi sem best. Af öllum þjónustunotendum sögðu 95% að þjónustan hefði hjálpað þeim í vinnu og 32% sögðu að þau hefðu annars hætt í vinnunni. Samskipti var lykilþáttur í að ná árangri, bæði á milli þjónustu- og sjúkraliða og á milli einstaklinga og starfsfólks, og skrásetningin á endurhæfingunni í gegnum aðgerðaáætlanirnar var sömuleiðis mjög mikilvæg. WRAP-tólið gæti hentað fyrir aðra vinnutengda sjúkdóma, að því gefnu að þjónustuaðili eins og IAPT sé til staðar.

Sækja in: en