You are here

OSHwiki

OSHwiki logo

OSHwiki (VINNUVERNDARwiki) er alfræðiorðabók - samstarfsverkefni á Netinu - með nákvæmum og áreiðanlegum upplýsingum um vinnuverndarmál (OSH).

Allir geta fengið aðgang að OSHwiki, ráðfært sig við, fylgst með og deilt greinum og viðurkenndir höfundar geta lagt sitt af mörkunum með hröðum og auðveldum hætti á þessum sístækkandi þekkingarstað.  Við vonumst til þess að OSHwiki muni stuðla að samvinnu og skapi góða leið fyrir vinnuverndarsamfélagið til þess að ná saman, koma á samvinnu og samvirkni.

Hver getur skrifað á OSHwiki og hvernig?

Viðurkenndir höfundar geta breytt, bætt við eða þýtt núverandi efni en það nær yfir eftirfarandi lykilflokka:

Auk þess geta viðurkenndir höfundar bætt við nýju efni um málefni sem þeir hafa áhuga á.

Vertu hluti af OSHwiki samfélaginu

Ef þú tilheyrir viðurkenndu fagfélagi eða vísindasamtökum á sviði vinnuverndarmála og hefur áhuga á að ganga til liðs við samstarfsnet viðurkenndra höfunda að þá skaltu fylla út þetta eyðublað og senda það til info@oshwiki.eu

Vísindanefnd OSHwiki

Grunnefni OSHwiki var búið til af helstu vinnuverndarstofnunum í Evrópu. Fulltrúar nokkurra þessara stofnana mynda vísindanefnd OSHwiki en hún veitir EU-OSHA leiðsögn um helstu málefni og kannar frekar möguleikana á tengslum við samfélagið og þátttöku þess í gegnum OSHwiki.