1. skref – veldu tungumál
Þú getur valið tungumál á yfirliti könnunarinnar með því að smella á «This item is available in other ...» (Þetta atriði er í boði á öðru ...) efst í hægra horninu og velja viðeigandi tungumál eða landsútgáfu.
2. skref - veldu spurninguna
Til vinstri á yfirlitinu eru spurningarnar flokkaðar eftir flokkum. Smelltu á + til að opna listann fyrir hvern flokk og velja spurninguna sem þú hefur áhuga á. Fyrir neðan flokkana er hlekkur á spurningalistana.
3. skref – veldu myndritið og niðurbrot
Þú getur valið að opna fjölmörg myndrit fyrir hverja spurningu sem sýna niðurstöðurnar eftir löndum. Þú getur valið að fá niðurstöðurnar brotnar niður eftir atvinnugeira eða stærð fyrirtækis.
4. skref – sýna aðeins ESB
Fyrir Evrópukortið og súluritið getur þú valið að sýna niðurstöðurnar aðeins fyrir ESB með því að smella á hnappinn til hægri. Ef þú smellir aftur að þá afvelurðu kostinn.
5. skref - fara í gegnum spurningarnar
Þú getur notað örina til vinstri við spurninguna til að nota leitarkostinn: ef þú skrifar orðið færðu allar spurningar sem innihalda viðkomandi orð.
Skoða yfirlitið
Sækja ítarlegar notkunarleiðbeiningar [pdf] á BG | CS | DA | DE | EL | EN | ES | ET | FI | FR | HR | HU | IS | IT | LT | LV | MT | NL | NO | PL | PT | RO | SK | SL | SV
Frekari greining og niðurstöður eru að finna í skýrslunum.
Athugaðu: Yfirlit könnunarinnar inniheldur 30 „efnisspurningar“ frá stjórnendak0nnun Esener-1 og Esener-2.
Nokkrir kostir fyrir myndrit eru ekki í boði fyrir ákveðnar spurningar, atvinnugreinar, fyrirtækjastærðir og/eða lönd vegna þess að þeir eru ekki nógu einkennandi. Eftirfarandi skilaboð kunna að birtast: „Ekki er hægt að birta þessa mynd, þar sem gögnin sem hafa verið valin eru ekki til staðar.“ eða þá að valið er ekki í boði.