You are here

E-leiðarvísir til að stjórna streitu og sálfélagslegum áhættum

E-guide to managing stress and psychosocial risks

E-leiðarvísirinn stjórnun á streitu og sálfélagslegum áhættum er í boði í innlendum útgáfum. Hann veitir upplýsingar um vinnutengda streitu og sálfélagslegar áhættur til þess að auka vitund, skilning og stjórnun á þessum málefnum á vinnustöðum.

E-leiðarvísirinn er gerður til þess að svara þörfum atvinnurekenda og einstaklinga, sem vinna í litlum fyrirtækjum, og eru að byrja að taka á sálfélagslegum áhættum á vinnustaðnum og þurfa á leiðbeiningum að halda varðandi fyrstu skrefin, þar á meðal:

  • einfaldar útskýringar á vinnutengdri streitu og sálfélagslegum áhættum
  • áhrifin á fyrirtæki og launþega
  • hagnýt dæmi um hvernig megi koma í veg fyrir og ráða bug á sálfélagslegum áhættum
  • tilvísanir til innlendrar löggjafar
  • upplýsingar um innlend úrræði og hagnýt tól

Aðgangur að innlendum útgáfum e-leiðarvísisins

Finna útgáfu af e-leiðarvísinum sem hentar þér með því að leita eftir landi og / eða tungumáli.

instructies

Leiðbeiningar

E-leiðarvísirinn sóttur og skoðaður

Það getur verið að sumar tölvur geti ekki opnað og birt e-leiðarvísinn vegna öryggisstillinga þeirra. Ef þetta vandamál kemur upp hjá þér skaltu athuga hvort þú hafir framkvæmt eftirfarandi skref:

Virkjaðu ActiveX stýringarnar/afvirkjaðu ActiveX síunina

Virkjaðu Flash viðbótina

Virkjaðu blokkun á sprettigluggum

Best er að skoða e-leiðarvísinn með því að nota 10. útgáfu Flash spilarans eða síðari. Þó að hann virki venjulega með eldri útgáfum leggjum við til að þú sækir FP10 frá http://www.adobe.com/go/getflash til þess að þú getir skoðað hann sem best.

Skoða e-leiðarvísinn á Netinu

E-leiðarvísinn má skoða á Netinu með því að nota eftirfarandi vafra. Slökkva þarf á „ActiveX Filtering“.

Windows:

Google Chrome (ráðlagður)

Internet Explorer 6 og síðari

Firefox 1.x og síðari

Opera 9.5 og síðari

Mac:

Safari 3 og síðari

Firefox 1.x og síðari

Google Chrome

Linux:

Firefox 1.x og síðari

Skoða útgáfu af e-leiðarvísinum sem sótt hefur verið á Netinu (skoðun þegar Net er ekki tengt)

Til þess að skoða e-leiðarvísinn þarftu fyrst að hlaða honum á tölvuna þína. Skrárnar, sem þú þarft, eru þjappaðar í ZIP skrár sem þarf að afþjappa áður en þú getur skoðað hann. Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum að neðan í samræmi við aðalstýrikerfi tölvunnar sem þú notar.

Windows:

Sæktu/afritaðu og afþjappaðu ZIP skrárnar á staðbundna harða diskinn þinn

Keyrðu skrána Story.exe sem er í afþjöppuðu skránum

Mac:

Safari 3 og síðari

Sæktu og afþjappaðu ZIP skrárnar á staðbundna harða diskinn þinn

Keyrðu Story.html sem er í afþjöppuðu skránum

Linux:

Firefox 1.x og síðari

Sæktu og afþjappaðu ZIP skrárnar á staðbundna harða diskinn þinn

Keyrðu Story.html sem er í afþjöppuðu skránum

Athugið: Í fáum tilvikum og fer það eftir tölvukerfi og öryggisstillingum, getur verið að vefhlekkir á staðbundnar PDF skrár virki ekki með réttum hætti í e-leiðarvísinum. Ef það á sér stað er samt hægt að finna skrárnar með því að leita í möppunni með skránum, sem voru sóttar, og finna undirmöppuna story_content\external_files þar sem allar PDF skrárnar eru geymdar.