Bretland: Ókeypis tól á vefnum til að velja bestu ráðstafanir til að vernda starfsfólk gegn hættulegum reyk við logsuðu

Keywords:
Verðlaun fyrir góða starfshætti 2018-2019
Fyrirtæki sem fékk lof 

Logsuða er eitt af algengari verkum sem innt er af hendi er í framleiðslugeiranum, sem setur hundruði þúsunda starfsmanna í hættu á að glíma við lungnavandamál vegna hættulegs reyks sem myndast.

Til að auka vitund um vandamálin og til að hjálpa starfsfólki og yfirmönnum þess að greina og gera viðeigandi varnarráðstafanir, þróaði British Occupational Hygiene Society, í samstarfi með nokkrum öðrum áhrifamiklum stofnunum, Tól til að hafa stjórn á reyk við logsuðu (e. Welding Fume Control Selector Tool) á Netinu, eftir að hafa gert könnun á meðal mögulegra notenda.

Tólið er ókeypis, auðvelt í notkun og aðgengilegt almenningi, og býr til sérsniðnar leiðbeiningar um hvernig eigi að hafa stjórn á hættum sem tengjast tilteknu logsuðuverki á nokkrum mínútum. Það er hluti af upplýsingapakkanum Andaðu frjálslega við framleiðslu (e. Breath Freely in Manufacturing) og er eitthvað sem bæði vinnuveitendur og starfsfólk getur notað.

Sækja in: en | is | ro |