Fyrirtækjaáætlun og vinnuáætlanir
Vinnuáætlanir byggja á fyrirtækjaáætlun EU-OSHA.
Gerð langtímastefnu
Núverandi stefna EU-OSHA nær til ársins 2027 og tilgreinir sex stefnumótandi markmið, sem samsvara sex forgangssviðum:
- Að gera ráð fyrir breytingum
- Staðreyndir og tölur
- Tól fyrir stjórnun á vinnuverndarmálum
- Að auka vitund
- Samstarf um þekkingu
- Stefnumótandi og rekstrarleg tengslanet
Fyrir frekari upplýsingar skal hlaða niður Stefnumótunaráætlun EU-OSHA fyrir árin 2022-2027
Næsta ár skipulagt
Á hverju ári undirbýr framkvæmdastjóri EU-OSHA og framkvæmdarstjórnin samþykkir áætlanaskjöl þar sem áætlanir stofnunarinnar fyrir næstu þrjú ár er að finna. Þar má finna upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi og markmið, sérstaklega fyrir árið framundan.
Hið staka áætlanaskjal leggur skýr markmið og miðar að því að tryggja að stofnunin nýti úrræði og sambönd sín með sem bestum hætti.
Ársskýrslur og stök skjöl frá fyrri árum yfir störf stofnunarinnar má finna á síðunni okkar yfir útgefið efni.
Tengd úrræði
Tengt útgefið efni


Forysta og starfsmannaþátttaka

Sterk, skilvirk og sýnileg forysta er mjög nauðsynleg fyrir góða vinnuvernd. Á móti er gott öryggi og heilbrigði mjög nauðsynlegt fyrir árangur fyrirtækja.
Það er ekki bara lagalega og siðferðileg skylda að vernda starfsmenn gegn slysum og vanheilsu — það er merki um fyrirtæki sem líklegt er til þess að vaxa og þrífast.
Dregið úr áhættum frá toppi og niður
Leiðtogi fyrirtækis — háttsettir yfirmenn, framkvæmdastjórar og/eða stjórn — eru í stöðu til þess að koma í veg fyrir slys og vanheilsu á vinnustöðum. Þeir geta gert það með því að:
- Skuldbinda sig og miðla skilvirkri vinnuverndarstefnu yfirstjórnenda
- Þróa kraftmikil öryggis- og heilbrigðisstjórnunarkerfi
- Fylgjast með frammistöðu kerfanna
- Sýna gott fordæmi með því að fylgja ávallt öllum öryggisferlum
- Hvetja starfsfólk til þess að taka þátt í því að tryggja gott öryggi og heilbrigði
Borgað fyrir lélega forystu
Óskilvirk eða engin forysta í vinnuverndarmálum getur leitt til slysa eða jafnvel dauðsfalla svo og lélega geð- og líkamlega heilsu meðal starfsmanna. Hún getur skaða orðstír fyrirtækisins. Léleg forysta getur raunar haft í för með sér töluverðan fjárhagslegan kostnað vegna til að mynda, veikindadaga, tapaðs tíma og bótagreiðslna.
Góð forysta í vinnuverndarmálum hins vegar:
- Kemur í veg fyrir slys og sjúkdóma
- Eykur afköst og skilvirkni
- Bætir starfsandann
- Hjálpar fyrirtækjum við að fá nýja samninga og laða að sér hæfa starfsmenn
Forystan tekin í öryggis- og heilbrigðismálum
Þú getur tekið nokkur einföld skref til þess að tryggja að fyrirtækið þitt njóti góðs af góðri forystu í vinnuverndarmálum. Hér eru nokkur hagnýt ráð sem byggja á leiðarvísi frá bresku Health and Safety Executive:
- Framkvæmdu áhættumat reglulega og gerðu ráðstafanir í samræmi við niðurstöðurnar
- Hafðu ávallt öryggis- og heilbrigðisáhrif í huga við komu nýrra starfsmanna, verkferla og vinnuaðferða
- Sýnileg forysta er áhrifarík forysta. Tryggðu að leiðtogar heimsæki verksmiðjugólf reglulega í fyrirtækinu til þess að tala við starfsmenn um vinnuverndarvandamál og -lausnir
- Sýndu fram á skuldbindingu þína með því að tryggja að öryggis- og heilbrigðismál séu ávallt á dagskrá stjórnarfunda
- Veittu öllum leiðtogum öryggis- og heilbrigðisþjálfun til þess að stuðla að aukinni vitund um gildi vinnuverndar
Vinnum saman — fáðu starfsmenn til liðs
Einn af lyklunum að góðri forystu í vinnuverndarmálum er að fá starfsmenn til liðs við sig. Atvinnurekendum ber lagaleg skylda til þess að ráðfæra sig við starfsmenn um öryggis- og heilbrigðismál. En það er nokkur ávinningur í því að ganga lengra en lágmarkskröfurnar. Vinnuverndarstjórnun er líklegri til þess að heppnast ef hún hvetur til virkar þátttöku starfsmanna og kemur á samtali á milli starfsmanna og stjórnenda.
Árið 2012 hratt EU-OSHA af stað tveggja ára herferð um þetta efni, undir heitinu Vinnuvernd er allra hagur 2012-2013 vinnuvernd - allir vinna.
Herferðinni lauk með viðmiðunarviðburði þar sem aðilar herferðarinnar skiptust á dæmum um góðar starfsvenjur, vinnusmiðjur um efni eins og „leiðtogaþjálfun“ og „öryggis- og heilbrigðismenning fyrirtækis“ voru haldnar. Lesa samantekt um viðburðinn.